Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar

iCert hefur gert samstarfssamninga við fimm einstaklinga sem munu sinna úttektum á jafnlaunakerfum og gæðastjórnunarkerfum viðskiptavina iCert. Þau eru; Anna María Þorvaldsdóttir, Ásdís Björg Jóhannesdóttir, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Pétursson og Gunnar Björnsson.

iCert er þessa dagana að ljúka þjálfun úttektaraðilanna. Þjálfunin er þrískipt. Í fyrsta lagi er um að ræða námskeið sem iCert stóð fyrir í september, þar sem m.a. var fjallað um stjórnunarkerfi í víðum skilningi, vottun, vottunarframkvæmd og úttektir . Í öðru lagi sóttu úttektaraðilar iCert námskeið á vegum Velferðarráðuneytisins fyrir úttektaraðila jafnlaunakerfa núna í lok október. Í þriðja og síðasta lagi stendur iCert nú fyrir verklegri þjálfun aðilanna í úttektum undir tryggri handleiðslu Sigurðar M. Harðarsonar, samræmingarstjóra úttekta hjá iCert.

Nánari upplýsingar um úttektaraðilana fimm má finna hér. Bakgrunnur þeirra er mismunandi og á eftir að nýtast viðskiptavinum iCert, af öllum stærðum og gerðum, vel. iCert býður úttektaraðilana fimm velkomna í hópinn og hlakkar til samstarfsins.