Merkið

Vottun iCert á hlítni við alþjóðlega eða innlenda staðla sýnir skuldbindingu fyrirtækja og stofnana um stöðugar umbætur og sjálfbæran árangur. Markmið vottunar á ekki að vera einungis til þess að auka viðskiptavild fyrirtækisins heldur einnig eitthvað til að vera stoltur af og með því að miðla skuldbindingu fyrirtækisins er traust á fyrirtækinu byggt upp og á þeim vörum og þjónustu sem það býður upp á og starfseminni sem þar fer fram.
Fyrirtæki sem fá vottun iCert hafa heimild til að nota vottunarmerki iCert. Vottunarmerkið er hannað sérstaklega í þeim tilgangi að sýna myndrænt samband skuldbindingu fyrirtækja að stöðugum umbótum. Vottunarmerkið má nota á ýmsan hátt, allt frá markaðssetningarefni til merkja á byggingar. Dæmi um útlit vottunarmerkis iCert sem notað er fyrir stjórnunarkerfisvottanir:
Ákveðin takmörk eru þó fyrir því hvernig vottunarmerki iCert er notað. Eitt mikilvægt skilyrði er að forðast notkun merkisins á þann hátt að það gefi til kynna að vara sem fyrirtæki framleiðir eða þjónusta sem fyrirtæki veitir sé vottuð. Þess vegna er óheimilt að nota vottunarmerki iCert í eftirfarandi tilvikum:
  • Á vörur og umbúðir (þ.m.t. meðfylgjandi upplýsingar með vöru)
  • Á vottorð, samræmisyfirlýsingar, skýrslur o.þ.h. sem þjónusta fyrirtækja felur í sér og handhafi vottorðsins gefur út (t.d. prófanir, kvarðanir, skoðanir, mat o.s.frv.)
iCert veitir leiðbeiningar um notkun vottunarmerkja iCert. Reglur um notkun vottunarmerkis iCert má finna hér.
Hafa samband