Það er sönn ánægja að tilkynna að vottunarstofurnar, iCert ehf. og DNV GL, hafa gert samstarfssamning sín á milli. DNV GL er alþjóðleg vottunarstofa sem hefur verið starfandi frá 1864 og er leiðandi á heimsvísu í faggildum vottunum stjórnunarkerfa, áhættustjórnun og staðfestingu ETS losunaruppgjörs. Viðskiptavinir DNV GL eru yfir 100.000 í sjávarútvegi, jarðefna-, orku-, matvæla-
Í ljósi aukinnar áhættu á smiti af COVID-19, tilmæla Landlæknis og Almannavarna og samfélagslegrar ábyrgðar iCert mun iCert, frá og með 12. mars nk., ekki framkvæma úttektir á starfsstöðvum viðskiptavina. iCert mun hins vegar halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á forúttektir og eftirlitsúttektir í gegnum fjarfundarbúnað en það hefur hingað til gefið virkilega góða
Sigurður M. Harðarson, einn eigenda vottunarstofunnar iCert ehf., mun koma af fullum krafti til starfa hjá iCert í byrjun nóvember. Sigurður hefur hingað til sinnt störfum sínum hjá iCert samhliða störfum sínum fyrir Icelandair Group. Frá stofnun iCert hefur Sigurður borið ábyrgð á þjálfun úttektaraðila iCert í úttektum á jafnlaunakerfum og öðrum stjórnunarkerfum, en reynsla
Á dögunum veitti iCert annars vegar Reiknistofu bankanna hf. vottun á að jafnlaunakerfi RB uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og hins vegar Fjölbrautaskólanum við Ármúla vottun á að gæðastjórnunarkerfi skólans fyrir fjarnám uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO 9001:2015. iCert vill óska þeim til hamingju með árangurinn. Sjá nánar á heimasíðu RB og FÁ