CO2 Neutral - Innleiðing

Viðmið iCert um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun sem iCert hefur verið með í þróun sl. ár voru gefin út í upphafi árs 2020. Viðmiðin fela í sér ýmsar kröfur til fyrirtækja og stofnana sem hafa hug á að gera starfsemi sína kolefnishlutlausa eða standa að kolefnisjöfnun í samræmi við kröfur viðmiðanna. Á námskeiði iCert um CO2 Neutral er farið yfir kröfur viðmiðanna, hvað það er að vera kolefnishlutlaus og hvernig fyrirtæki og stofnanir beita viðmiðunum á skilvirkan máta.
TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að veita fræðslu um kröfur viðmiða iCert um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun og mismunandi útfærslur hvernig unnt er að uppfylla kröfurnar.
MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur
-skilji ógn loftslagsbreytinga
-skilji forsendur kolefnishlutleysis og kolefnisjöfnunar
-skilji uppbyggingu og samhengi viðmiðanna
-skilji kröfur viðmiðanna
-fái leiðbeiningar um mismunandi útfærslur
-skilji eðli mótvægisaðgerða í loftslagsmálum
-skilji meginreglur loftslagsbókhalds og mótvægisaðgerða
-tileinki sér góðar venjur í skýrslugjöf til almennings
-o.fl.
HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu ættu þátttakendur að geta útfært kerfi og aðgerðir sem uppfylla kröfur viðmiðanna .
HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:
-Fyrirlestur
-Leiðbeiningar um útfærslu
-Skapalón
-Glærukynningu
-O.fl.
Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega og viðurkenningarskírteini. Tímasetningar vinnustofa má finna á innri vef.
VERÐ
80.000 kr.