Vottun jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 (jafnlaunavottun)

Vottun jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 (jafnlaunavottun)

Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er grundvöllur fyrir vottunarkerfi sem snýr að launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Upphaflega hugmyndin að baki staðalinum var að hann væri valkvæður, þ.e.a.s. að atvinnurekendum væri í sjálfvald sett hvort þeir myndu innleiða hann. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynjanna. Árið 2017 var lögfest sú skylda að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skyldu öðlast vottun á jafnlaunakerfi sín á grundvelli krafna staðalsins. Markmið laganna er að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og þannig stuðla að launajafnrétti kvenna og karla.

Nú stendur yfir endurskoðun staðalsins og situr Sigurður M. Harðarson einn eigandi iCert í endurskoðunarnefnd hans f.h. iCert.

Á heimasíðunni www.IST85.is má nálgast gjaldfrjálsan aðgang að staðlinum.

Áður en vinna við innleiðingu jafnlaunakerfa hefst, skulu æðstu stjórnendur fyrirtækisins eða stofnunarinnar búa til skilgreinda stefnu í jafnlaunamálum. Jafnframt skulu þeir láta framkvæma a.m.k. eina launagreiningu. Launagreining er kerfisbundin úttekt á launum og kjörum starfsmanna sem er gerð í þeim tilgangi að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar á vinnustað. Í jafnlaunastaðlinum er að finna leiðbeiningar um framkvæmd launagreininga en hægt er að beita mismunandi aðferðum. Við innleiðingu kerfisins er nauðsynlegt að ákveða þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum og skulu viðmið taka mið af kröfum sem störf gera til starfsmanna. Í framhaldinu þarf að flokkuð störf á grundvelli viðmiðanna, þannig að saman séu flokkuð sömu eða jafnverðmæt störf.

Á fræðsluvef iCert má finna mikið af fræðslu og upplýsingum um kröfur staðalsins ÍST 85:2012 sem auðvelda fyrirtækjum og stofnunum skilning á þeim kröfum sem gerðar eru.

Við innleiðingu á jafnlaunakerfa í samræmi við kröfur staðalsins þurfa fyrirtæki og stofnanir m.a. að flokka störf allra starfsmanna og ákvarða þau viðmið sem eru mest einkennandi fyrir þær kröfur sem störfin gera til starfsmanna. Starfaflokkun fyrirtækis eða stofnunar getur leitt til mikils ávinnings. Rýni á störfum starfsmanna getur leitt í ljós tækifæri til skilvirkari verkaskiptingar, lækkunar kostnaðar og eftir atvikum aukningu tekna og/eða bættrar afkomu. Kostnaðurinn sem kann í fyrstu að virðast mikill vegna innleiðingarinnar getur hins vegar til lengri tíma litið reynst lítill í samanburði við skilvirkari stjórnun, ánægðari starfsmenn og mögulegrar bættrar afkomu.

Þrátt fyrir lagaskyldu eykur innleiðing jafnlaunakerfis almennt séð trúverðugleika fyrirtækja og stofnana varðandi faglega mannauðsstjórnun, samfélagslega ábyrgð og góða stjórnunarhætti.

Það sem fyrirtæki og stofnanir fá auk verkfæris til að koma á launajafnrétti er stjórnunarkerfi um laun. Með stjórnunarkerfinu verður öll launasetning skilvirkari og árangursríkari þar sem raunverulegt verðmæti starfa er ákvarðað og laun ákvörðuð í samræmi við það.

Jafnlaunavottun

iCert vottar jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana á grundvelli krafna jafnlaunastaðalins ÍST 85:2012. Rétt er að árétta að staðallinn gerir engar formkröfur til launagreininga, starfaflokkunar eða jafnlaunaviðmiða aðrar en að þau séu málefnaleg og trúverðug. iCert gerir þ.a.l. engar kröfur um tiltekna aðferðafræði eða hugbúnaðar sem nota á við innleiðingu svo lengi sem unnt sé að framkvæma úttekt á trúverðugleika jafnlaunakerfisins þ.m.t. launagreininga, starfaflokkunar og jafnlaunaviðmiða.

Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd jafnlaunakerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfa sinna með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.

iCert hefur útfært aðferðafræði m.a. með aðstoð sérfræðinga í tölfræði við úttektir á launagreiningum og jafnlaunaviðmiða í þeim tilgangi að leggja mat á gæði launagreininga og hvort viðmið séu málefnaleg. Jafnframt framkvæmir iCert ekki launagreiningar fyrir viðskiptavini sína eða sem hluti úttekta. Hvort tveggja er í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til vottunaraðila.

Einn af eigendum er höfundur jafnlaunastaðalsins og situr í endurskoðunarnefnd hans f.h. iCert. iCert býr yfir 25 ára reynslu af úttektum og vottunum stjórnunarkerfa. iCert leggur metnað í að veita vandaða og góða þjónustu, iCert býður þannig upp á úttektir og vottun jafnlaunakerfa í hæsta gæðaflokki. Í því sambandi hefur iCert staðið fyrir þjálfun úttektaraðila sem taka út jafnlaunakerfi f.h. iCert og hefur nú yfir að ráða sjö úttektaraðilum sem eru hæfir til úttekta á jafnlaunakerfum og hafa aflað sér tilskilinna réttinda. Úttektaraðilar iCert búa yfir mikilli og breiðri reynslu af mannauðsmálum, stjórnsýslu, gæðastjórnun, innleiðingu og rekstri jafnlaunakerfa og öðrum stjórnunarkerfum. Engin önnur vottunarstofa býr yfir jafnbreiðum hópi úttektaraðila á jafnlaunakerfum og iCert.

Innri verkefnavefur

Viðskiptavinir iCert fá aðgang að innri verkefnavef iCert en þar er að finna fróðleik sem snýr að vottunarferlinu. Á innri vef hafa viðskiptavinir iCert aðgang að úttektarskýrslum, vottunarskírteini og öðru sem við kemur vottunarverkefninu. Viðskiptavinir iCert hafa þannig aðgang að upplýsingum um vottun sína og stöðu hennar hvar og hvenær sem er og án auka kostnaðar.

Fræðsluvefur iCert

Á fræðsluvef iCert fá viðskiptavinir iCert mikinn fróðleik um kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Sú fræðsla nýtist fyrirtækjum og stofnunum frá því að vinna við innleiðingu jafnlaunakerfa hefst og því mikill ávinningur af því að gera samning um vottun iCert snemma í ferlinu. Á fræðsluvef er að finna:

  • Fræðsla um kröfur staðalsins og túlkun
  • Fræðsla um tölfræði
  • Sérstakt fræðsluefni um aðhvarfsgreiningu með hliðsjón af launagreiningum
  • Verkfæri til þess að framkvæma aðhvarfsgreiningu (launagreiningu)
  • Fræðsluefni um innri úttektir
  • O.fl.

Á fræðsluvef er jafnframt að finna gátlista þannig að fyrirtæki og stofnanir geta kannað stöðu sína m.t.t. krafna staðalsins og metið hvenær þau séu tilbúin til þess að hefja vottunarferlið með iCert og á sama tíma einfalda það. Fræðsluefni nýtist fyrirtækjum og stofnunum ekki aðeins í við innleiðingu heldur undirbýr þau undir úttektir og við framtíðarrekstur jafnlaunakerfa.

Þegar samningur hefur verið gerður er veittur aðgangur að innri vef og fræðsluvef iCert fyrir þá aðila sem koma að vottun f.h. viðskiptavinar.

Til þess óska tilboðs um jafnlaunavottun fylltu út formið hér að neðan og starfsmaður iCert hefur samband við fyrsta tækifæri. Eftir að beiðni hefur verið móttekin fá viðskiptavinir aðgang að innri vef iCert þar sem er að finna frekari upplýsingar um jafnlaunavottun o.fl.


Jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012Gæðastjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 9001:2015Umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 14001:2015

NeiÓljóstNei
**Tilgangur forúttektar er að fara yfir útfærslu stjórnunarkerfis og undirbúning fyrirtækis/stofnunar fyrir vottun. Úttekt felur í sér grófa yfirferð á stjórnunarkerfinu og tengdum skjalfestum upplýsingum, mat á staðbundnum kröfur og hvort/hvenær fyrirtækið sé tilbúið til að undirgangast vottunarúttekt. Forúttekt felur einnig í sér mat á hversu vel fyrirtækið/stofnun þekkir kröfur viðkomandi stjórnunarkerfisstaðals.

Hafir þú frekari spurningar um jafnlaunavottun iCert, sendu okkur þá tölvupóst á iCert@iCert.is, hringdu í okkur í síma 565-9001 eða spjallaðu við okkur á Facebook.

Við hlökkum til að heyra í þér.