Tilkynning vegna COVID-19

Tilkynning vegna COVID-19

Í ljósi aukinnar áhættu á smiti af COVID-19, tilmæla Landlæknis og Almannavarna og samfélagslegrar ábyrgðar iCert mun iCert, frá og með 12. mars nk., ekki framkvæma úttektir á starfsstöðvum viðskiptavina. iCert mun hins vegar halda áfram að bjóða viðskiptavinum upp á forúttektir og eftirlitsúttektir í gegnum fjarfundarbúnað en það hefur hingað til gefið virkilega góða raun. Fjarfundarfyrirkomulag hefur hingað til aðeins verið notað vegna úttekta viðskiptavina á landsbyggðinni til þess ætlað að halda kostnaði þeirra vegna úttekta í lágmarki og í samræmi við loftslagsstefnu iCert .

Á meðan neyðarstigi Almannavarna varir býður iCert viðskiptavinum sínum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, jafnframt að framkvæma vottunarúttektir í gegnum fjarfundarbúnað.