Vottun
ÍST 85:2012
ÍST EN ISO 9001:2015
ÍST EN ISO 14001:2015
ÍST EN ISO 45001:2019
Grænt bókhald
CO2 Neutral
Vakinn
Fræðsla
 
iCert er faggilt vottunarstofa skv. ÍST EN ISO 17021-1:2015. iCert veitir vottanir á stjórnunarkerfi, staðfestingar, veitir fræðslu og þróar staðla.
iCert leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og leggur metnað í að veita skilvirkra vottunarþjónustu og stuðla að stöðugum umbótum á stjórnunarkerfum viðskiptavina sinna með uppbyggilegri endurgjöf.
iCert er í samstarfi við DNV sem er alþjóðleg vottunarstofa. DNV er leiðandi á heimsvísu í faggildum vottunum stjórnunarkerfa, áhættustjórnun, staðfestingum loftslagsverkefna og ETS losunaruppgjörs.

VOTTUNARÞJÓNUSTA

iCert veitir þjónustu á sviði vottana á stjórnunarkerfum eins og jafnlaunakerfum, gæðastjórnunarkerfum, umhverfisstjórnunarkerfum og stjórnunarkerfum um heilsu og öryggi á vinnustöðum.
iCert veitir einnig vottun á Vakanum – gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar.
Jafnframt veitir iCert vottun um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun á grundvelli krafna CO2.
Sjá nánar hér til hægri
Auk vottunarþjónustu veitir iCert ýmsar staðfestingar, s.s. um grænt bókhald og samfélagsskýrslur.
DNV veitir jafnframt víðtæka þjónustu á m.a. á sviði vottana, staðfestinga o.fl.
Hafðu samband við skrifstofu iCert til að fá frekari upplýsingar
  • Vottun jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 (jafnlaunavottun)
  • Vottun gæðastjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 9001:2015
  • Vakinn gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
  • Vottun umhverfisstjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 14001:2015
  • Grænt bókhald
  • Kolefnishlutleysi - CO2 Neutral

STJÓRNUNARKERFASKÓLI ICERT

Í stjórnunarkerfaskóla iCert er boðið upp á styttri fyrirlestra og lengri námskeið í öllu sem við kemur stjórnunarkerfastöðlum.
Kennsla fer alfarið í fram formi fræðslu fyrirlestra sem eru aðgengilegir á innri vef iCert og lengri námskeiðum er fylgt eftir í rafrænum vinnustofum gegnum fjarfundabúnað. Einnig fá þátttakendur aðgang að miklu fræðsluefni tengdu viðkomandi viðfangsefni til frekari uppfyllingar á því sem fram kemur í fyrirlestrum.
Stjórnunarkerfaskóli iCert hentar öllum, óháð því hvar þeir eru staddir og má þannig halda beinum og óbeinum kostnaði fyrirtækja og stofnana í lágmarki þegar kemur að innri þjálfun starfsmanna.
Þátttakendur á námskeiðum iCert hafa aðgang að fræðsluefni á innri vef iCert í 2 vikur frá skráningu og geta setið þau þeim hentar hvort sem þar er á vinnutíma eða utan vinnutíma og horft á aftur og aftur.
Öllum lengri námskeiðum er fylgt eftir með vinnustofum þar sem kafað er dýpra í viðfangsefni og veitt svör við verkefnum sem lögð eru fyrir á námskeiðisvef og í fyrirlestrum og spurningum svarað sem kunna að koma upp.
Stjórnunarkerfaskóli iCert er hagkvæm, skilvirk, árangursrík og umhverfisvæn fræðslulausn fyrir fyrirtæki og stofnanir.