Vottun umhverfisstjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 14001:2015

Vottun umhverfisstjórnunarkerfa skv. ÍST EN ISO 14001:2015

Ein af stærstu áskorunum sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir er að draga úr loftslagsbreytingum svo komandi kynslóðir geti notið þeirra auðlinda sem jörðin hefur upp á að bjóða. Síðustu ár hefur mikil vitundarvakning orðið í umhverfismálum og hvaða gríðarlegu neikvæðu áhrif sem mannkynið hefur á loftslagsmál. Í lok árs 2015 skrifuðu nánast öll aðildarríki sameinuðu þjóðanna undir Parísarsamninginn sem er ákvörðun um að aðildarríkin muni leggja sitt af mörkum til þess að halda hækkun á hitastigi á heimsvísu vel undir 2°C yfir gildum fyrir iðnvæðingu. Til þess að ná þeim markmiðum er ekki hægt að sitja með hendur í skauti heldur þarf að grípa til aðgerða.

Umhverfisstjórnunarkerfi er góð viðleitni í að gera umhverfismálum hátt undir höfði í rekstri fyrirtækja og stofnana og stuðla að því að þeim markmiðum sem þau setja sér í umhverfismálum nái fram að ganga á sama tíma sem þau leggja sitt af mörkum til þess að ná markmiði Parísarsamkomulagsins.

Umhverfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi. Staðallinn setur fram ramma um hvernig setja má upp árangursríkt og skilvirkt umhverfisstjórnunarkerfi í því skyni að ná árangri í umhverfismálum sem snúa að starfseminni. Þannig er lögð áhersla á að skilgreina og kortleggja helstu umhverfisþætti sem snerta starfsemina, umhverfisáhrif af þeirra völdum og hvernig má bæta árangur í umhverfismálum. Staðalinn er hægt að nýta óháð stærð eða starfsemi sem fram fer hjá fyrirtæki eða stofnun.
Staðallinn setur fram kröfur sem nauðsynlegt er fyrir umhverfisstjórnunarkerfi að uppfylla til þess að hljóta vottun. Með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis í samræmi við kröfur staðalsins sýna fyrirtæki og stofnanir fram á að þau taki umhverfismál alvarlega, að þau beri samfélagslega ábyrgð á umhverfismálum sínum og að unnið sé að stöðugum umbótum á umhverfismálum.

Líkt og gæðastjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 9001:2015 var umhverfiskerfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001 uppfærður árið 2015 þar sem ríkari áhersla er lögð á áhættumiðaða nálgun til að aðstoða við að ákvarða þætti í umhverfismálum sem nauðsynlegt er að bregðast við með fyrirbyggjandi hætti og takast á við áhættur og tækifæri með skipulegum og skilvirkum hætti. Eftir október 2018 þurftu öll fyrirtæki og stofnanir sem höfðu vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. 2004 útgáfu staðalsins að færa sig í 2015 útgáfu og fá vottaða. Vottanir á 2004 umhverfisstjórnunarkerfum eru því ekki lengur í gildi

Vottun umhverfisstjórnunarkerfa samkvæmt ISO 14001:2015 leiðir til aukinnar meðvitundar og trausts fagaðila, stjórnvalda, hagsmunaaðila og starfsmanna á umhverfismálum fyrirtækis eða stofnunar og veitir staðfestingu á að umhverfismál séu þeim hugleikin. Innleiðing umhverfisstjórnunarkerfa tryggir betri innri skilning fyrirtækja og stofnana á þeim umhverfisáhrifum sem starfsemin veldur og leiðir til aukinnar meðvitundar á samfélagslegri ábyrgð þegar kemur að umhverfismálum.
Með skýrum skilgreiningum á ábyrgðar- og valdhöfum umhverfismála og þátttöku stjórnenda er byggt undir stöðugar umbætur með því að stuðla að því að uppfylla markmið í umhverfismálum, bæta innri og ytri samskipti í umhverfismálum og hvetja til skilvirkri nýtingu auðlinda til að minnka umhverfisáhrif stuðlar á endanum í lækkun kostnaðar á meðan umhverfisáhrif eru minnkuð.

iCert vottar umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækja og stofnana á grundvelli krafna umhverfisstjórnunarkerfisstaðalsins ÍST EN ISO 14001:2015. Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd umhverfistjórnunarkerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd umhverfisstjórnunarkerfa sinna með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum á umhverfisstjórnunarkerfum viðskiptavina iCert.

iCert byggir á áratugareynslu af útfærslu, innleiðingu, rekstri, úttektum og vottunum stjórnunarkerfa. iCert leggur metnað í að veita vandaða og góða þjónustu, iCert býður þannig upp á úttektir og vottun umhverfisstjórnunarkerfa í hæsta gæðaflokki.

Innri verkefnavefur

Viðskiptavinir iCert fá aðgang að innri verkefnavef iCert en þar er að finna fróðleik sem snýr að vottunarferlinu. Einnig er þar að finna gátlista þannig að fyrirtæki og stofnanir geta kannað stöðu sína m.t.t. krafna staðalsins og metið hvenær þau séu tilbúin til þess að hefja vottunarferlið með iCert og á sama tíma einfalda það. iCert bætir stöðugt fróðleik og öðru á verkefnavef þannig að viðskiptavinir fá reglulega meiri fróðleik og annað sem snýr að vottun þeirra.

Á innri vef hafa viðskiptavinir iCert jafnframt aðgang að úttektarskýrslum, vottunarskírteini og öðru sem við kemur vottunarverkefninu. Þegar samningur er gerður er veittur aðgangur fyrir þá aðila sem koma að vottun f.h. viðskiptavinar.

Til þess óska tilboðs um vottun umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 14001:2015 fylltu út formið hér að neðan og starfsmaður iCert hefur samband við fyrsta tækifæri. Eftir að beiðni hefur verið móttekin fá viðskiptavinir aðgang að innri vef iCert þar sem er að finna frekari upplýsingar um vottun umhverfisstjórnunarkerfa o.fl. Hafðu samband í dag og fáðu frekari upplýsingar.


Jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012Gæðastjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 9001:2015Umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 14001:2015

NeiÓljóstNei
**Tilgangur forúttektar er að fara yfir útfærslu stjórnunarkerfis og undirbúning fyrirtækis/stofnunar fyrir vottun. Úttekt felur í sér grófa yfirferð á stjórnunarkerfinu og tengdum skjalfestum upplýsingum, mat á staðbundnum kröfur og hvort/hvenær fyrirtækið sé tilbúið til að undirgangast vottunarúttekt. Forúttekt felur einnig í sér mat á hversu vel fyrirtækið/stofnun þekkir kröfur viðkomandi stjórnunarkerfisstaðals.

Hafir þú frekari spurningar um vottun umhverfisstjórnunarkerfa, sendu okkur þá tölvupóst á iCert@iCert.is, hringdu í okkur í síma 565-9001 eða spjallaðu við okkur á Facebook.

Við hlökkum til að heyra í þér.