Vottun umhverfisstjórnunarkerfa

ÍST EN ISO 14001:2015

Umhverfisstjórnunarstaðallinn

ÍST EN ISO 14001:2015

Umhverfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi. Staðallinn setur fram ramma um hvernig setja má upp árangursríkt og skilvirkt umhverfisstjórnunarkerfi í því skyni að ná árangri í umhverfismálum sem snúa að starfseminni. Þannig er lögð áhersla á að skilgreina og kortleggja helstu umhverfisþætti sem snerta starfsemina, umhverfisáhrif af þeirra völdum og hvernig má bæta árangur í umhverfismálum. Staðalinn er hægt að nýta óháð stærð eða starfsemi sem fram fer hjá fyrirtæki eða stofnun.
Staðallinn setur fram kröfur sem nauðsynlegt er fyrir umhverfisstjórnunarkerfi að uppfylla til þess að hljóta vottun. Með innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis í samræmi við kröfur staðalsins sýna fyrirtæki og stofnanir fram á að þau taki umhverfismál alvarlega, að þau beri samfélagslega ábyrgð á umhverfismálum sínum og að unnið sé að stöðugum umbótum á umhverfismálum.

Samfélagsleg ábyrgð

Ein af stærstu áskorunum sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir er að draga úr loftslagsbreytingum svo komandi kynslóðir geti notið þeirra auðlinda sem jörðin hefur upp á að bjóða. Síðustu ár hefur mikil vitundarvakning orðið í umhverfismálum og hvaða gríðarlegu neikvæðu áhrif sem mannkynið hefur á loftslagsmál. Í lok árs 2015 skrifuðu nánast öll aðildarríki sameinuðu þjóðanna undir Parísarsamninginn sem er ákvörðun um að aðildarríkin muni leggja sitt af mörkum til þess að halda hækkun á hitastigi á heimsvísu vel undir 2°C yfir gildum fyrir iðnvæðingu. Til þess að ná þeim markmiðum er ekki hægt að sitja með hendur í skauti heldur þarf að grípa til aðgerða.
Umhverfisstjórnunarkerfi er góð viðleitni í að gera umhverfismálum hátt undir höfði í rekstri fyrirtækja og stofnana og stuðla að því að þeim markmiðum sem þau setja sér í umhverfismálum nái fram að ganga á sama tíma sem þau leggja sitt af mörkum til þess að ná markmiði Parísarsamkomulagsins.

Vottun

iCert vottar umhverfisstjórnunarkerfi á grundvelli krafna staðalsins ÍST EN ISO 14001:2015. Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd umhverfisstjórnunarkerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd umhverfisstjórnunarkerfa með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.

Beiðni um tilboð













    Jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012Gæðastjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 9001:2015Umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 14001:2015





    NeiÓljóst



    Nei




    **Tilgangur forúttektar er að fara yfir útfærslu stjórnunarkerfis og undirbúning fyrirtækis/stofnunar fyrir vottun. Úttekt felur í sér grófa yfirferð á stjórnunarkerfinu og tengdum skjalfestum upplýsingum, mat á staðbundnum kröfur og hvort/hvenær fyrirtækið sé tilbúið til að undirgangast vottunarúttekt. Forúttekt felur einnig í sér mat á hversu vel fyrirtækið/stofnun þekkir kröfur viðkomandi stjórnunarkerfisstaðals.

    ÁVINNINGUR UMHVERFISSTJÓRNUNARKERFA

    Stöðugar umbætur

    Með skilvirkri framkvæmd, skipulögðum mælingum á áranrfi m.t.t. markmiða í umhverfismála og þátttöku stjórnenda er byggt undir stöðugar umbætur í umhverfismálum.

    Aukið traust

    Vottun umhverfisstjórnunarkerfa samkvæmt ISO 14001:2015 leiðir til aukinnar meðvitundar og trausts fagaðila, stjórnvalda, hagsmunaaðila og starfsmanna á umhverfismálum fyrirtækis eða stofnunar og veitir staðfestingu á að umhverfismál séu þeim hugleikin.

    Sparnaður

    Með því að stuðla að því að uppfylla markmið í umhverfismálum, bæta innri og ytri samskipti og hvetja til skilvirkri nýtingu auðlinda til að minnka umhverfisáhrif stuðlar á endanum í sparnaði á meðan umhverfisáhrif eru minnkuð.

    Skilningur

    Innleiðing umhverfisstjórnunarkerfa tryggir betri innri skilning fyrirtækja og stofnana á þeim umhverfisáhrifum sem starfsemin veldur og leiðir til aukinnar meðvitundar á samfélagslegri ábyrgð þegar kemur að umhverfismálum.

    HVAÐ FÁ VIÐSKIPTAVINIR ICERT

    Miðlægur verkefnavefur

    Sharepoint vinnusvæði

    Viðskiptavinir iCert fá aðgang að innri verkefnavef iCert. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um vottunarferlið. Á verkefnavef hafa viðskiptavinir iCert aðgang að úttektarskýrslum, vottunarskírteini og öðru sem við kemur vottunarverkefninu. Viðskiptavinir iCert hafa þannig aðgang að upplýsingum um vottun sína og stöðu hennar hvar og hvenær sem er, án auka kostnaðar.

    Faglegt mat

    Reynsla og hæfni

    iCert býr að 30 ára reynslu í úttektum og vottunum stjórnunarkerfa. Viðskiptavinir iCert fá því faglegt mat á útfærslu og framkvæmd gæðastjórnunarkerfa þeirra.

    Stjórnunarkerfaskóli iCert

    Einfaldar innleiðingarferlið og rekstur

    Í Stjórnunarkerfaskóla iCert má finna ýmis námskeið sem reynast gagnleg við innleiðingu jafnlaunakerfa. Með því að fara á námskeið ná fyrirtæki og stofnanir sér þá þekkingu sem er nauðsynlegt til þess að koma á og reka jafnlaunakerfi og halda þannig beinum og óbeinum kostnaði niðri. Viðskiptavinir iCert fá námskeið í Stjórnunarkerfaskólanum á sérkjörum.

    AUKINN ÁVINNINGUR VIÐSKIPTAVINA

    Minni kostnaður

    iCert er íslensk vottunarstofa og býður upp á faggilta vottun sambærilegar þeim sem erlendar vottunarstofur bjóða upp á. Þannig má halda niðri kostnaði við vottun.

    Skilvirkni

    Haldið er utan um allt sem tengist vottun miðlægt sem minnkar flækjustig og tryggir rekjanleika.

    Endurgjöf og stöðugar umbætur

    Markmið með vottun er fyrst og fremst að tryggja að allar kröfur séu uppfylltar og ekki síður að fá endurgjöf á útfærslu og framkvæmd stjórnunarkerfa. iCert leggur mikinn metnað í að veita uppbyggilega endurgjöf í úttektum og úttektarskýrslum sem stuðlar að stöðugum umbótum.