Óhæði og hlutleysi

Kjarninn í starfsemi iCert er að tryggja óhæði og hlutleysi gagnvart viðskiptavinum sínum og hagsmunaaðilum og stuðla þannig að trúverðugleika vottunarstarfsemi iCert. iCert er meðvitað um mikilvægi þess að veita þjónustu án þess að heilindi iCert séu dregin í efa. Það er skoðun iCert að þessi skuldbinding tryggi skilvirka og árangursríka vottunar- og fræðsluþjónustu og að viðskiptavinir iCert njóti góðs af enda skili það sér í betri stjórnunarkerfum og framkvæmd þeirra.
iCert leggur áherslu á að starfsfólk og aðrir aðilar sem koma að vottunarstarfsemi iCert starfi með víðtæka hagsmuni í huga og stuðlar að því að efla vitund þeirra og viðskiptavina iCert á þeim markmiðum sem standa að baki stjórnunarkerfisstöðlum og vottun þeirra. Með því er trúverðugleiki úttekta, vottunaraðgerða og annarrar þjónustu iCert tryggður með því að gæta óhæðis og hlutleysis gagnvart viðskiptavinum iCert í hvívetna. Sérstök áhersla er lögð á óhæði og hlutleysi í fyrstu úttektum nýrra úttektaraðila.
iCert auðkennir, greinir, skjalfestir og hefur stýringar á tilteknum áhættum á óhæði og hagsmunaárekstrum í vottunarstarfi iCert, eins og nánar er tilgreint í óhæðis- og hlutleysisstefnu félagsins. Óhæðis- og hlutleysisstefnu iCert má finna hér.
Hafa samband