Samstarf við DNV GL

Samstarf við DNV GL

Það er sönn ánægja að tilkynna að vottunarstofurnar, iCert ehf. og DNV GL, hafa gert samstarfssamning sín á milli.

DNV GL er alþjóðleg vottunarstofa sem hefur verið starfandi frá 1864 og er leiðandi á heimsvísu í faggildum vottunum stjórnunarkerfa, áhættustjórnun og staðfestingu ETS losunaruppgjörs.

Viðskiptavinir DNV GL eru yfir 100.000 í sjávarútvegi, jarðefna-, orku-, matvæla- og heilbrigðisgeira auk annarra atvinnugreina og er DNV GL með starfsemi í yfir 100 löndum en íslensk fyrirtæki hafa einnig sótt í vottun frá DNV GL.

Samningurinn er mikil lyftistöng fyrir þjónustuframboð iCert og eykur aðgang Íslenskra fyrirtækja og stofnana að faggiltum vottunum og staðfestingum. Með tilkomu samstarfsins við DNV GL er nú hægt að bjóða faggiltar vottanir á öll stjórnunarkerfi.

DNV GL hefur einnig verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála. Fyrirtækið býður m.a. upp á óháðar staðfestingar fyrir grænar skuldabréfaútgáfur sem eru að verða æ fyrirferðameiri hér á landi.

DNV GL varð viðurkenndur aðili til staðfestinga á verkefnum undir Kyoto bókuninni árið 2005 og hefur síðan veitt staðfestingar á loftslagsverkefni og loftslagsbókhaldi fyrirtækja sem falla undir EU ETS.

DNV GL hefur gefið út kröfustaðal fyrir fyrirtæki og stofnanir sem setja sjálfbærni í forgrunn með tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Hér á landi hefur enn ekki verið boðið upp á faggiltar vottanir á sviði loftslagsmála og sjálfbærni og því mikill fengur fyrir fyrirtæki að geta fengið faggilta og óháða staðfestingu á hvort að sjálfbærnimál þeirra séu í réttum farvegi.

Þjónustusvið DNV GL er breitt og hvetur iCert þá sem vilja fræðast betur um samstarfið og þjónustuframboðið að hafa samband við skrifstofu iCert.

iCert fagnar því trausti sem vottunarstofunni er veitt og hlakkar til samstarfsins.