Vottun skv. ÍST 85 og ÍST EN ISO 9001

Á dögunum veitti iCert annars vegar Reiknistofu bankanna hf. vottun á að jafnlaunakerfi RB uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og hins vegar Fjölbrautaskólanum við Ármúla vottun á að gæðastjórnunarkerfi skólans fyrir fjarnám uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO 9001:2015. iCert vill óska þeim til hamingju með árangurinn. Sjá nánar á heimasíðu RB og FÁ

Lesa meira…

Úttekt faggildingarsviðs

Þann 27. og 28. september er faggildingarsvið Einkaleyfastofu væntanlegt í formlega úttekt á vottunarkerfi iCert til faggildingar. iCert sótti um faggildingu í vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 og jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 í júlí og stefnir á að verða fyrsta vottunarstofan sem hlýtur faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa.

Lesa meira…

Frétt um stöðu jafnlaunavottunar á RÚV

Þann 26. ágúst birtist frétt um stöðu jafnlaunavottunar á Íslandi, sjá má fréttina hér. 142 fyrirtæki og stofnanir þurfa að hljóta vottun á jafnlaunakerfi sín fyrir árslok og því er mikilvægt að þau ljúki við innleiðingu kerfisins sem fyrst svo unnt verði að taka þau út til vottunar fyrir árslok. Á heimasíðu iCert er hægt

Lesa meira…

Nýr meðeigandi og samstarfsaðili

Sigurður M. Harðarson hefur bæst í eigendahóp iCert. Sigurður er menntaður véltæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum og hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf við innleiðingu, rekstur og úttektir á stjórnunarkerfum. Sigurður starfar sem umhverfisstjóri Icelandair Group hf. en samhliða hefur hann sinnt störfum sem úttektarstjóri fyrir erlendar vottunarstofur í úttektum á stjórnunarkerfum fyrirtækja og

Lesa meira…