Fræðsluvefur jafnlaunavottun

Fræðsluvefur jafnlaunavottun

Á innri vef iCert hefur verið að finna mikið fræðsluefni sem við kemur stjórnunarkerfum og vottunum þeirra. iCert hefur nú útbúið sérstakan miðlægan fræðsluvef um jafnlaunastaðalinn á innri vef iCert. Með því fræðsluefni sem iCert hefur útfært fá fyrirtæki og stofnanir aðgang að mikilli fræðslu um jafnlaunastaðalinn og kröfur hans.

Það er mikill ávinningur í að afla sér fræðslu um kröfurnar staðla áður en lagt er af stað í innleiðingu stjórnunarkerfa. Fræðsluefnið um jafnlaunastaðalinn nýtist ekki bara í innleiðingarferli jafnlaunakerfa heldur einnig í rekstri þeirra og er þannig stuðningur fyrirtækja og stofnana við að stuðla að stöðugum umbótum.

Það eru fáir sem þekkja kröfur staðla betur en höfundar þeirra. Sigurður M. Harðarson einn eiganda iCert er einn höfunda jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og situr f.h. iCert í endurskoðunarnefnd hans. Sigurður hefur komið að hönnun og útfærslu alls fræðsluefnis. Þannig er fræðsluefnið unnið með hliðsjón af þeim markmiðum sem jafnlaunakerfum er ætlað ná.

Fræðsluefni sem iCert hefur útfært er og er aðgengilegt á fræðsluvef er m.a.:

  • Fræðsluefni um kröfur ÍST 85:2012
  • Kennsluefni um tölfræði
  • Sérhannað kennsluefni um aðhvarfsgreiningu (launagreiningar)
  • Verkfæri til þess að framkvæma launagreiningu
  • Gátlistar til að kanna stöðu sína m.t.t. krafna staðalsins
  • Kennsluefni um innri úttektir
  • Upplýsingar um vottunarferlið

iCert uppfærir kennslu- og fræðsluefni reglulega og efni sem er væntanlegt eru stuttar kynningar um kröfur og annað sem tengist stjórnunarkerfum með almennum hætti. iCert uppfærir jafnframt það efni sem er til staðar eftir því sem þörf krefur.

Fræðsluvefurinn er liður iCert í að veita framúrskarandi þjónustu á sviði jafnlaunavottunar og að miðla þeirri þekkingu sem iCert býr yfir á sviði stjórnunarkerfa. Með því að fyrirtæki og stofnanir þekki kröfur staðalsins eru þau jafnframt betur undirbúin til þess að innleiða jafnlaunakerfi, reka þau og svo síðast en ekki síst til undirbúnings fyrir úttektir og vottun þeirra. Auk fræðsluvefs hafa viðskiptavinir iCert aðgang að vinnusvæði vottunar þar sem vinnsla vottunar fer fram og haldið er utan um þau gögn sem verða til í vottunarferlinu. Þannig heldur iCert miðlægt utan um öll gögn sem tengd eru vottun viðskiptavina sinna sem þeir hafa alltaf aðgang að hvort heldur sem er gegnum tölvu eða snjallsíma.

Aðgangur að fræðsluvef iCert um jafnlaunastaðalinn er 80.000 kr. auk vsk. og er hann virkur í 6 mánuði, þannig ætti efnið að nýtast á meðan innleiðingu stendur og eftir að jafnlaunakerfi hafa verið tekin í rekstur. Eftir að sá tími rennur út er hægt að framlengja aðgang og kostar það 5.000 kr. á mánuði án vsk. Hins vegar fá allir viðskiptavinir iCert í jafnlaunavottun aðgang að fræðsluvef endurgjaldslaust fyrir allt að þrjá notendur sem er innifalinn í árgjöldum. Hægt er að óska eftir aðgangi að fræðsluvef með því að fylla út formið hér að neðan.


Nei