Fræðsluvefur jafnlaunavottunar

ÍST 85:2012

Fræðsluvefur jafnlaunavottunar

ÍST 85:2012

Á innri vef iCert hefur verið að finna mikið fræðsluefni sem við kemur stjórnunarkerfum og vottunum þeirra. iCert hefur nú útbúið sérstakan miðlægan fræðsluvef um jafnlaunastaðalinn á innri vef iCert. Með því fræðsluefni sem iCert hefur útfært fá viðskiptavinir iCert aðgang að mikilli fræðslu um jafnlaunastaðalinn og kröfur hans

Bakgrunnur

Það eru fáir sem þekkja kröfur staðla betur en höfundar þeirra. Sigurður M. Harðarson, einn eiganda iCert, er einn höfunda jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og situr f.h. iCert í endurskoðunarnefnd hans. Sigurður hefur komið að hönnun og útfærslu alls fræðsluefnis. Þannig er fræðsluefnið unnið með hliðsjón af þeim markmiðum sem jafnlaunakerfum er ætlað ná.

Af hverju

Fræðsluvefur iCert er liður í að veita framúrskarandi þjónustu á sviði jafnlaunavottunar og að miðla þeirri þekkingu sem iCert býr yfir á sviði stjórnunarkerfa. Með því að fyrirtæki og stofnanir þekki kröfur staðalsins til hlítar eru þau jafnframt betur undirbúin til þess að innleiða jafnlaunakerfi, reka þau og svo síðast en ekki síst til undirbúnings fyrir úttektir þeirra.

AÐGANGUR

Aðgangur að fræðsluvef iCert um jafnlaunastaðalinn kostar 80.000 kr. auk vsk. og er hann virkur í 6 mánuði, þannig ætti efnið að nýtast á meðan innleiðingu stendur og eftir að jafnlaunakerfi hafa verið tekin í rekstur. Eftir að sá tími rennur út er hægt að framlengja aðgang fyrir 5.000 kr./mán. án vsk. Hins vegar fá allir viðskiptavinir iCert í jafnlaunavottun aðgang að fræðsluvef endurgjaldslaust fyrir allt að þrjá notendur í 6 mánuði sem er innifalinn í árgjöldum. Hægt er að óska eftir aðgangi að fræðsluvef með því að fylla út formið hér að neðan.

Aðgangur













    Nei

    ÁVINNINGUR

    Skilvirkni

    Með því að afla sér fræðslu um kröfur staðla áður en lagt er af stað í innleiðingu stjórnunarkerfa má fyrirbyggja óþarfa flækjustig og þannig spara tíma við innleiðingu.

    Viðhalda þekkingu

    Fræðsluefnið nýtist ekki bara í innleiðingarferlinu heldur einnig þegar kerfi hafa verið innleidd og stuðlar að því að viðhalda þekkingu.

    Hagkvæmni

    Efnið er aðgengilegt þegar á því er þörf og því þurfa viðskiptavinir ekki að taka frá tíma til þess að sækja námskeið eða annars konar fræðslu.

    HVAÐ ER AÐ FINNA Á FRÆÐSLUVEF

    Handbók um aðhvarfsgreiningu

    Ein af kröfum jafnlaunastaðalsins er framkvæmd launagreininga. Til þess að geta metið hvað það er sem hefur áhrif á laun þarf að hafa verkfæri til þess að greina laun og að hvaða marki þau viðmið hafa sem atvinnurekendur hafa ákvarðað að hafi áhrif á laun hafi í raun og veru. Með þau viðmið í farteskinu og til hliðsjónar er hægt að meta hvort þau, fyrir viðkomandi kyn, hafi raunverulega áhrif á laun með aðhvarfsgreiningu. Með þeirri aðferðarfræði eru laun brotin niður eins nákvæmlega og hægt er eftir þeim viðmiðum sem atvinnurekendur hafa sett sér. Þannig er markmið þessarar handbókar að veita viðskiptavinum iCert fræðslu um aðferðafræði aðhvarfsgreiningar, og jafnframt veita innsýn í hvað ber að varast þegar aðhvarfsgreiningar eru framkvæmdar.

    Gátlisti

    Áður en formlegt vottunarferli hefst og úttektir skipulagðar er gott að kanna stöðu mála m.t.t. krafna. Einnig er gott í útfærslu og innleiðingu að hafa gátlista til hliðsjónar. Á fræðsluvef er að finna gátlista til að kanna stöðu sína í innleiðingarferli jafnlaunakerfa.

    Launagreiningar

    iCert hefur þróað launagreiningarverkfæri þar sem unnt er að framkvæma launagreiningu með þeim jafnlaunaviðmiðum sem atvinnurekandi hefur ákvarðað. Verkfærið byggir á aðhvarfsgreiningu til að finna bestu línu fyrir tiltekið gagnasett á margvíðum grunni. Hægt er að nota það til að framkvæma launagreiningar eða til þess að kanna stöðu áður en farið er lengra og annar hugbúnaður notaður til frekari launagreininga. Launagreiningarverkfærið sýnir niðurstöður greininga myndrænt þannig að með skilningi á því sem greinir í handbók um aðhvarfsgreiningu og grunnþekkingu á tölfræði á að vera unnt að framkvæma launagreiningu með góðum árangri.