Faggilding iCert

Faggilding iCert

iCert hefur nú fengið staðfest frá faggildingarsviði Einkaleyfastofu að vottunarkerfi iCert sé í samræmi við kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa skv. staðlinum ÍST EN ISO 17021-1:2015. Lokaskrefið í faggildingarferlinu er því framundan, en stefnt er að framkvæmd staðfestingarmats faggildingarsviðs á vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 fari fram núna í desember samhliða vottunarúttekt hjá einum viðskiptavini iCert sem mun hljóta faggilta vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt. Sama gildir um viðskiptavini iCert á sviði jafnlaunakerfa. Þegar iCert framkvæmir vottunarúttekt á jafnlaunakerfi fer fram staðfestingarmat faggildingarsviðs og mun sá viðskiptavinur hljóta faggilta vottun á jafnlaunakerfi sitt og verður sú vottun fyrsta faggilta vottun jafnlaunakerfis hér á landi. Það er því mikil eftirvænting í herbúðum iCert og spennandi tímar framundan.