Dokkufundur um innri úttektir

Dokkufundur um innri úttektir

Í dag, 11. desember, hélt iCert í samvinnu við Dokkuna kynningu um innri úttektir. Með lögfestingu jafnlaunavottunar er gerð sú krafa að fyrirtæki og stofnanir að tileinki sér framkvæmd innri úttekta á jafnlaunakerfi sín með það að markmiði að koma auga á frávik og bæta stöðugt rekstur jafnlaunakerfisins. Á fundinum var m.a. farið yfir:

  • Hvað eru innri úttektir?
  • Hvað á að skoða í innri úttektum?
  • Hver og hvernig á að framkvæma þær?
  • Hver er tilgangur innri úttekta, skipulag, framkvæmd og skýrslugjöf?

Á fundinum var einnig farið yfir góðar venjur við gerð verklagsreglna. iCert vill þakka fundargestum fyrir þátttökuna.

Um miðjan janúar er fyrirhugað tveggja daga námskeið í framkvæmd innri úttekta. Þar verður farið yfir helstu einkenni og áherslur stjórnunarkerfisstaðla, undirbúning og áætlanagerð úttekta, skipulag úttekta, framkvæmd úttekta, hæfnisviðmið o.fl. auk verklegra æfinga. Frekari upplýsingar um námskeiðið verða birtar fljótlega á heimasíðu iCert. Takmarkaður sætafjöldi er á námskeiðið til að tryggja gæði. Hægt er að óska eftir forskráningu með að senda tölvupóst á icert@icert.is

Kynningu af Dokkufundinum má finna hér.