Grein um jafnlaunavottun birtist á Vísi

Grein um jafnlaunavottun birtist á Vísi

Í dag, 10. desember, birtist grein eftir framkvæmdastjóra iCert á Vísi um jafnlaunavottun. Í greininni er gert grein fyrir í hverju vottun felst en einnig fjallað um mikilvægi faggildingar. Eins og staðan er í dag er aðeins haft eftirlit með framkvæmd vottunaraðgerða í jafnlaunavottun hjá þeim sem eru í faggildingarferli hjá Einkaleyfastofu en því miður hefur enn engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottun jafnlaunakerfa þrátt fyrir að um 50 fyrirtæki og stofnanir hafi hlotið vottun. iCert á skammt í land með að hljóta faggildingu og verður áfram undir eftirliti hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu.