Úttekt faggildingarsviðs

Þann 27. og 28. september er faggildingarsvið Einkaleyfastofu væntanlegt í formlega úttekt á vottunarkerfi iCert til faggildingar. iCert sótti um faggildingu í vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 og jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 í júlí og stefnir á að verða fyrsta vottunarstofan sem hlýtur faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa.

Lesa meira…

Dokkufundur um jafnlaunamál

Föstudaginn 21. september var haldinn í bíósal Arion banka dokkufundur um jafnlaunamál. Virkilega góð þátttaka var á fundinum en þar var farið yfir helstu spurningar sem brunnið hafa á þeim sem vinna nú í innleiðingu jafnlaunakerfa. Kynningarnar sem haldnar voru eftirfarandi Vottun og vottunarferlið – hvað tekur við eftir að innleiðingu er lokið? – Guðmundur

Lesa meira…

Námskeið fyrir úttektaraðila iCert

Dagana 11. – 15. september hélt iCert námskeið í framkvæmd úttekta. Á námskeiðinu var farið yfir helstu einkenni stjórnunarkerfisstaðla, framkvæmd vottunaraðgerða, úttektaraðferðir og farið yfir úttektarferla iCert. Námskeiðið er liður í þjálfun úttektaraðila iCert í úttektum á jafnlauna- og gæðastjórnunarkerfum og að tryggja samræmda framkvæmd vottunar- og úttektaraðgerða iCert. Nánar um jafnlaunavottun og vottun gæðastjórnunarkerfa

Lesa meira…

Frétt um stöðu jafnlaunavottunar á RÚV

Þann 26. ágúst birtist frétt um stöðu jafnlaunavottunar á Íslandi, sjá má fréttina hér. 142 fyrirtæki og stofnanir þurfa að hljóta vottun á jafnlaunakerfi sín fyrir árslok og því er mikilvægt að þau ljúki við innleiðingu kerfisins sem fyrst svo unnt verði að taka þau út til vottunar fyrir árslok. Á heimasíðu iCert er hægt

Lesa meira…