Starfsleyfi til vottunar jafnlaunakerfa

Í dag, 12. desember, fékk iCert formlega staðfestingu á heimild til að votta jafnlaunakerfi eins og fram kom á vef iCert nýverið. Við sem stöndum að iCert erum virkilega stoltir yfir þeim árangri sem vottunarstofan hefur náð frá því hún var stofnuð sl. sumar.

Lesa meira…

Dokkufundur um innri úttektir

Í dag, 11. desember, hélt iCert í samvinnu við Dokkuna kynningu um innri úttektir. Með lögfestingu jafnlaunavottunar er gerð sú krafa að fyrirtæki og stofnanir að tileinki sér framkvæmd innri úttekta á jafnlaunakerfi sín með það að markmiði að koma auga á frávik og bæta stöðugt rekstur jafnlaunakerfisins. Á fundinum var m.a. farið yfir: Hvað eru innri

Lesa meira…

Grein um jafnlaunavottun birtist á Vísi

Í dag, 10. desember, birtist grein eftir framkvæmdastjóra iCert á Vísi um jafnlaunavottun. Í greininni er gert grein fyrir í hverju vottun felst en einnig fjallað um mikilvægi faggildingar. Eins og staðan er í dag er aðeins haft eftirlit með framkvæmd vottunaraðgerða í jafnlaunavottun hjá þeim sem eru í faggildingarferli hjá Einkaleyfastofu en því miður

Lesa meira…

Vottanir iCert uppfylla allar kröfur

Í framhaldi af því að iCert fékk staðfest af faggildingarsviði Einkaleyfastofu að vottunarkerfi iCert uppfyllir kröfur staðalsins ÍST EN ISO 17021-1:2015 hefur Félags- og jafnréttismálaráðherra ákveðið að endurskoða reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012. Breytingin felur í sér að nýjum vottunarstofum, eins og iCert, er auðveldað að hefja störf

Lesa meira…

Faggilding iCert

iCert hefur nú fengið staðfest frá faggildingarsviði Einkaleyfastofu að vottunarkerfi iCert sé í samræmi við kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa skv. staðlinum ÍST EN ISO 17021-1:2015. Lokaskrefið í faggildingarferlinu er því framundan, en stefnt er að framkvæmd staðfestingarmats faggildingarsviðs á vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 fari fram núna í desember samhliða vottunarúttekt hjá

Lesa meira…