Sigurður M. Harðarson hefur bæst í eigendahóp iCert. Sigurður er menntaður véltæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum og hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf við innleiðingu, rekstur og úttektir á stjórnunarkerfum. Sigurður starfar sem umhverfisstjóri Icelandair Group hf. en samhliða hefur hann sinnt störfum sem úttektarstjóri fyrir erlendar vottunarstofur í úttektum á stjórnunarkerfum fyrirtækja og stofnana samkvæmt ISO 9001, ISO 14001, ISO 22000, ISO 55001 OHSAS 18001 o.fl. Sigurður er jafnframt einn af höfundum jafnlaunastaðalsins, ÍST85:2012, og mun hin víðtæka reynsla og yfirgripsmikla þekking hans á málaflokknum vera iCert ómetanleg. Sigurður verður úttektarstjóri í úttektum á gæðastjórnunarkerfum og mun sjá um þjálfun úttektaraðila á vegum iCert. Þannig tryggir iCert samræmda framkvæmd allra úttektaraðgerða vottunarstofunnar. Þá mun Sigurður sitja í vottunar-, hlutleysis- og kvartana- og mótmælanefndum iCert. iCert fagnar því innilega að hafa fengið Sigurð til liðs við vottunarstofuna og hlakkar mikið til samstarfsins.