Gæðastefna iCert

Gæðastefna iCert

Stefna iCert er að veita faglega og skilvirka þjónustu og uppfylla allar kröfur viðskiptavina okkar. iCert trúir að það muni leiða til þess að tryggja skilvirkni og auka langtíma arðsemi viðskiptavina iCert.

Stjórn iCert ber ábyrgð á því að koma á, innleiða og viðhalda gæðakerfinu og stýringu þess og útdeila ábyrgð á þáttum þess. iCert skuldbindur sig að tryggja með kennslu, þjálfun og fordæmum að gæði sé markmið allra starfsmanna fyrirtækisins og að allir starfsmenn hafi skilning á mikilvægi gæðakerfisins, markmiðum þess og hvernig það hefur bein áhrif á árangur fyrirtækisins.

Jafnframt er hver starfsmaður ábyrgur fyrir og er þjálfaður til að sinna þeim skyldum sem honum er falið. Enn fremur sér iCert til þess að allir ytri aðilar sem sinna vottunarþjónustu f.h. iCert uppfylli tilteknar kröfur og taki ábyrgð á störfum sínum.

Stefna iCert er að stuðla að stöðugum umbótum í störfum sínum og setur iCert sér gæðamarkmið í samræmi við kröfur ISO 9001:2015.

iCert staðfestir að gæðakerfi og staðlaðar verklagsreglur, reglur, verkferlar og leiðbeiningar iCert séu í samræmi við kröfur ISO 9001:2015 og þær kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunaraðila samkvæmt ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa.

Gæðakerfið er vaktað með reglulegri skýrslugjöf um stöðu og skilvirkni þess til stjórnar iCert og er endanlega á ábyrgð stjórnar iCert.

iCert leitast við að

  • veita viðskiptavinum sínum frammúrskarandi þjónustu;
  • uppfylla kröfur og væntingar viðskiptavina sinna;
  • leggja áherslu á ábyrga, vandaða og hlutlausa starfshætti og að jafnræðis sé gætt í hvívetna;
  • vera traustur vottunaraðili sem viðskiptavinir, hagsmunaaðilar, stjórnvöld og almenningur bera traust til;
  • koma á og viðhalda gæðakerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001:2015 og stuðla markvisst að stöðugum umbótum;
  • efla þekkingu viðskiptavina sinna, hagsmunaaðila og stjórnvalda á stjórnunarkerfisstöðlum;
  • tryggja að starfsemin taki ávallt mið af lögum, reglum og kröfum sem gerðar eru til starfseminnar samkvæmt ISO 17021-1:2015;
  • tryggja að þekking, menntun og hæfni starfsmanna og ytri aðila sem sinna vottunarþjónustu f.h. iCert sé ávallt í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum, reglum og kröfum sem gerðar eru til starfseminnar samkvæmt ISO 17021-1:2015;
  • starfsmenn búi við vinnuumhverfi og búnað sem gerir þeim kleift að standast væntingar og kröfur viðskiptavina og hagsmunaaðila;
  • greina og meta stöðugt áhættur og tækifæri í starfseminni.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að starfsmenn og þeir ytri aðilar sem sinna vottunarþjónustu f.h. iCert þekki og vinni samkvæmt gæðastefnunni og gæðakerfinu.

Gæðastjóri sér um eftirlit og vöktun gæðakerfisins.