Hlutverk

Hlutverk

iCert er óháð vottunarstofa sem veitir vottun á stjórnunarkerfum samkvæmt kröfum stjórnunarkerfisstaðla. iCert er faggilt vottunarstofa skv. ÍST EN ISO 17021-1:2015. iCert stefnir að því að verða leiðandi á sviði vottunar á stjórnunarkerfa hér á landi og efla vitund fyrirtækja og stofnana á kostum stjórnunarkerfa.

iCert vill viðhalda góðu orðspori vottunarstofunnar þannig að þjónustan sé fagleg, skilvirk, áreiðanleg og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Þannig vill iCert tryggja ánægju og árangur í sambandi sínu við viðskiptavini. Gæðastefnu iCert má finna hér.