Sýnishorn

Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Innri úttektir jafnlaunakerfa

Krafa jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 er að skipuleggja og framkvæma innri úttektir á jafnlaunakerfum. En hvað eru innri úttektir og hvernig eru innri úttektir skipulagðar og framkvæmdar? Á námskeiði um innri úttektir jafnlaunakerfa er m.a. farið yfir hvað innri úttektir eru, hver er tilgangur þeirra, hvernig þær eru skipulagðar o.s.frv. með hliðsjón af kröfum jafnlaunastaðalsins.
TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að þjálfa tilvonandi innri úttektaraðila í hugmynda- og aðferðafræði innri úttekta í samræmi við leiðbeiningastaðal ÍST EN ISO 19011:2018.
Að veita þátttakendum verkfæri og leiðsögn til að stuðla að árangursríkum innri úttektum með fyrirlestri, verkefnum og vinnustofu þar sem rætt er m.a. um verkefni sem lögð eru fyrir þátttakendur.
MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur
- Þekki tilgang og markmið innri úttekta
- þekki tengslin milli innri úttekta og stöðugra umbóta,
- þekki ábyrgð innri úttektaraðila,
- öðlist skilningi á hæfnisviðmiðum,
- öðlist færni í skipulagningu og framkvæmd innri úttekta,
- tileinki sér góðar venjur við skýrslugjöf til stjórnenda,
- tileinki sér góðar venjur í úttektum og úttektartækni.​
HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu fá þátttakendur þekkingu og færni til þess að gera úttektaráætlun, undirbúa og framkvæma innri úttektir á jafnlaunakerfum og að námskeiði loknu að vera hæfur til innri úttekta á jafnlaunakerfum.
HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:
-Fyrirlestur
-Handbók um innri úttektir jafnlaunakerfa
-Eyðublöð fyrir úttektaráætlun og úttektarskýrslu
-Glærukynningu
-Verkefni
-O.fl.
Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 - 2 klst.) sem er haldin reglulega og að henni lokinni rafrænt viðurkenningarskírteini fyrir þátttöku. Tímasetningar vinnustofa og skráningar eru á námskeiðsvef.
VERÐ
55.000 kr.