Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Innleiðing

Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er staðall um stjórnunarkerfi til að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað. Það sem ferst oft fyrir í umræðunni er að jafnlaunastaðallinn er stjórnunarkerfi sem má nýta sem gæðastjórnunarkerfi mannauðssvið og þannig fyrir launasetningu atvinnurekenda. Á námskeiði iCert í stjórnunarkerfaskólanum er farið yfir innleiðingu jafnlaunakerfa í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins og á sama tíma farið yfir hvernig nota má jafnlaunastaðalinn og jafnlaunakerfi til að vinna fyrir atvinnurekendur á víðtækari grunni en bara hvað snýr að launajafnrétti.
TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Tilgangur námskeiðisins er að kynna fyrir þátttakendum kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og hverjar lágmarkskröfur staðalsins eru. Jafnframt er þátttakendum veitt fræðsla um hvernig beita má jafnlaunakerfum í víðtækari tilgangi en bara til að uppfylla lágmarkskröfur staðalsins.
MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er þátttakendur:
-skilji kröfur staðalsins
-skilji uppbyggingu staðalsins
-skilji tilgang og markmið stjórnunarkerfa
-skilji innbyrðis tengsla krafna staðalsins
-skilji samhengi við ákvörðun jafnlaunaviðmiða
-tileinki sér góðar venjur í stefnu- og markmiðasetningu
-skilji framkvæmd launagreininga
-skilji hvað felst í skjalfestingu og skráarstýringu
HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu ættu þátttakendur að hafa aflað sér grunnþekkingar til að innleiða jafnlaunakerfi og að framkvæma launagreiningar á einfaldan og skilvirkan máta sem nýtist atvinnurekendum til ákvarðanatöku og stöðugra umbóta.
HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:
-Fyrirlestur
-Handbók um innleiðingu jafnlaunakerfa
-Ýmis skapalón
-Glærukynningu
-Verkefni
-Staðfestingarskírteini fyrir þátttöku
-O.fl.
Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega. Tímasetningar á innri vef.
VERÐ
60.000 kr.