Stjórnunarkerfi - Innri úttektir stjórnunarkerfa ÍST EN ISO 19011:2018

Krafa stjórnunarkerfastaðla s.s. ÍST 85:2012, ÍST EN ISO 9001:2015, ÍST EN ISO 14001:2015 o.fl. er að skipuleggja og framkvæma innri úttektir reglubundið. En hvernig er skilvirkast að nálgast innri úttektir og hvernig eru innri úttektir skipulagðar og framkvæmdar. Á námskeiði um innri úttektir stjórnunarkerfa er kafað dýpra í framkvæmd innri úttekta en gert er á námskeið um innri úttektir jafnlaunakerfa. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir hvað innri úttektir eru, hver er tilgangur þeirra, hvernig þær eru skipulagðar, hvernig nota má þær til að auðkenna áhættur o.s.frv. með hliðsjón af kröfum mismunandi stjórnunarkerfastaðla.
TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að þjálfa tilvonandi innri úttektaraðila í hugmynda- og aðferðafræði innri úttekta í samræmi við leiðbeiningastaðal ÍST EN ISO 19011:2018. Þátttakendur eru kynntir fyrir góðum venjum í úttektum og stuðla að þróun á úttektarfærni með fyrirlestri, verkefnum og vinnustofu. Á vinnustofu er m.a. farið yfir verkefni sem lögð eru fyrir þátttakendur. Lögð er áhersla á eiginleika sem úttektaraðilar þurfa að búa yfir eða tileinka sér og svo mismunandi tækni til þess að ná fram tilætluðum árangri.
MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur
-skilji uppbyggingu stjórnunarkerfa
-þekki tilgang og markmið innri úttekta
-þekki tengsl milli innri úttekta og stöðugra umbóta
-þekki ábyrgð innri úttektaraðila
-öðlist skilning á hæfnisviðmiðum með hliðsjón af mismunandi stjórnunarkerfastöðlum
-öðlist færni í skipulagningu og framkvæmd innri úttekta samkvæmt ólíkra staðla
-tileinki sér góðar venjur við skýrslugjöf til stjórnenda
-tileinki sér góðar venjur í úttektum og úttektartækni
-o.fl.
HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu fá þátttakendur nauðsynlega þekkingu og færni til að útbúa úttektaráætlun, undirbúa og framkvæma innri úttekt á mismunandi stjórnunarkerfum og að námskeiði loknu að vera hæfur til innri úttekta.
HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:
-Fyrirlestur
-Handbók um innri úttektir stjórnunarkerfa
-Skapalón fyrir úttektaráætlun og úttektarskýrslu
-Glærukynningu
-Verkefni
-O.fl.
Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega og að henni lokinni viðurkenningu fyrir þátttöku. Tímasetningar vinnustofa er að finna á námskeiðsvef.
VERÐ
60.000 kr.