Í mörgum tilvikum getur verið kostur fyrir fyrirtæki að fá sér ráðgjöf þegar kemur að innleiðingu stjórnunarkerfis að hluta til eða mögulega í öllu innleiðingarferlinu. Ráðgjafar búa margir hverjir yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu við innleiðinguna. Það er hins vegar undir fyrirtækjunum komið að meta hvort þörf sé á ráðgjöf. Meðal þeirra krafna sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa er að þær mega ekki undir neinum kringumstæðum vera ráðgefandi um hvað eitt sem snýr að stjórnunarkerfum. Þess vegna veitir iCert ekki ráðgjöf í innleiðingu stjórnunarkerfa, hins vegar birtir iCert lista yfir ráðgjafa sem veita ráðgjöf í innleiðingu stjórnunarkerfa og óskað hafa eftir að iCert birti upplýsingar um. iCert mælir hvorki sérstaklega með né ber ábyrgð á þjónustu þeirra ráðgjafa og áréttar að vottun er ekki auðveldari sé sérstakur ráðgjafi fenginn til ráðgjafar í innleiðingunni. Það er alfarið ákvörðun fyrirtækjanna sjálfra.

Ráðgjafi

Ráðgjöf í innleiðingu eftirfarandi stjórnunarkerfa

Heimasíða/Tölvupóstur/Sími

Upplýsingar

Attentus – mannauður og ráðgjöf

Jafnlaunakerfi – ÍST 85:2012

Attentus veitir fyrirtækjum ráðgjöf varðandi innleiðingu á jafnlaunastaðli. Ráðgjafar Attentus komu að gerð staðalsins og við höfum aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við innleiðingu á staðlinum.

Avanti – ráðgjöf ehf.

Gæðastjórnun – ISO 9001:2015
Jafnlaunakerfi – ÍST 85:2012
Upplýsingaöryggi – ISO 27001:2017

Avanti-ráðgjöf ehf er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í stjórnkerfisráðgjöf. Stjórnkerfisráðgjöf byggir fyrst og fremst á ISO stöðlum fyrir einstaka málaflokka, þá fyrst og fremst gæðakerfi , áhættugreiningu og skjalakerfi. Við veitum einnig ráðgjöf varðandi innleiðingu jafnlaunakerfa (ÍST-85) og innleiðingu á nýrri ESB reglugerð um persónuvernd(GDPR).

HSE Consulting

Gæðastjórnun – ISO 9001:2015
Umhverfisstjórnun- ISO 14001:2015
Öryggisstjórnun – ISO 45001:2018

www.hse.is

eythor@hse.is

S: +354 559-1000

Ráðgjafar HSE Consulting vinna að greiningu, mótun og innleiðingu margvíslegra lausna á sviði stefnumótunar, sjálfbærni, samfélagslegrar ábyrgðar og ISO stjórnkerfa. HSE leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og nálgast verkefni í takt við ólík markmið þeirra.

Intenta

Gæðastjórnun – ISO 9001:2015
Jafnlaunakerfi – ÍST 85:2012
Upplýsingaöryggi – ISO 27001:2017

Intenta býr yfir ráðgjöfum sem geta aðstoðað fyrirtæki og stofnanir við að byggja upp árangursríkt stjórnunarkerfi sem styður við kjarnastarfsemi og hefur það að markmiði að stuðla að rekstarumbótum. Ráðgjöfin getur falið í sér allt frá því að innleiða kerfislegar lausnir, þarfagreiningar, endurskipulagningu ferla, undirbúning fyrir vottun, innri úttektir og að setja fram mælikvarða á árangur

Ráður – rekstrarráðgjöf

Jafnlaunakerfi – ÍST 85:2012

Ráður er ráðgjafastofa sem sérhæfir sig í málefnum tengdum innleiðingu og starfrækslu Jafnlaunastaðals.

VSÓ Ráðgjöf

Umhverfisstjórnun – ISO 14001:2015
Heilsa og öryggi – ISO 45001:2018
Gæðastjórnun – ISO 9001:2015
Matvælaöryggi – ISO 22000:2018

 

www.VSO.is

vso@vso.is

S: 585-9000

VSÓ Ráðgjöf hefur unnið með fjölda fyrirtækja við að innleiða umhverfis – og öryggisstjórnun. Áhersla hefur verið lögð á samþættingu ISO 9001, ISO 14001 og OSHAS 18001 (sem nú verður ISO 45001) stjórnunarkerfa.  Með slíkri samþættingu verður til eitt öflugt stjórnunarkerfi sem tekur mið af ólíkum þörfum viðkomandi reksturs.  Að sama skapi hefur VSÓ Ráðgjöf unnið mikinn fjölda innri úttekta fyrir viðskiptavini sem eru með vottuð stjórnunarkerfi.

vsoLogo

Stiki

Upplýsingaöryggi – ISO 27001:2017
Gæðastjórnun – ISO 9001:2015
Jafnlaunakerfi – ÍST 85:2012

 

Stiki býður heildarlausnir í upplýsingaöryggismálum, gæðamálum og persónuverndarmálum (GDPR). Markmið Stika er að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina, starfsmanna og samstarfsaðila um notagildi og fagleg vinnubrögð. Stiki þróar og selur hugbúnaðinn, RM Studio, sem hjálpar við innleiðingu staðla, áhættumat, áhættumeðferðir og skjölun.

STIKI_BSI_FORMAT

Sért þú ráðgjafi á sviði stjórnunarkerfa og vilt að nafn þitt birtist hér á síðunni hafðu þá endilega samband við skrifstofu iCert í síma 565-9001 eða icert@icert.is.


    ÍST 85ISO 9001ISO 14001ISO 27001ISO 22000ISO 45001

    Hafa samband