Leiðbeiningar um aðgang að innri vef iCert

Leiðbeiningar um aðgang að innri vef iCert

Velkomin(n) á þessa leiðbeiningasíðu um hvernig þú færð aðgang að innri vef iCert. Annað hvort hefur þú fengið sent boð (invitation) til þess að komast inn á innri vef eða hefur óskað tilboðs og átt von á að fá aðgang. Boð um aðgang lítur nokkurn vegin svona út.

ATH. iCert mælir með Chrome eða Microsoft Edge netvöfrum. Vandamál við innskráningu kunna að koma upp ef Internet Explorer er notaður. 

Þegar ýtt er á appelsínugula hlekkinn ertu flutt(ur) á eftirfarandi síðu.

Innri vefur iCert er keyrður á Microsoft SharePoint og því er nauðsynlegt til þess að fá aðgang að hafa eða stofna Microsoft reikning. Ef fyrirtækið eða stofnun er með Office 365 ert þú líklega nú þegar með Microsoft aðgang og þá er hægt að ýta á hlekkinn “Organizational Account”. Ef þú ert nú þegar með Microsoft reikning á öðru netfangi hafðu þá samband og við veitum aðgang á það netfang. Til að stofna aðgang er hins vegar ýtt á hlekkinn “Create Microsoft account, it’s quick and easy!” eða farið á síðuna www.signup.live.com. Þar kemur eftirfarand gluggi upp.

Mjög mikilvægt er að skrá inn sama netfang og boð um aðgang var (verður) sent á. Aðgangur er bundinn við það netfang og ef annað netfang er skráð kemstu ekki inn á innri vef og þú færð eftirfarandi glugga upp í lok innskráningar.

Þess vegna er mikilvægt að skrá strax rétt netfang. Þegar þú hefur skráð netfang og lykilorð, sem þarf að vera a.m.k. 8 stafir og innihalda há- og lágstafi, tölur og tákn, færðu upp eftirfarandi glugga.

Á netfangið berst staðfestingarpóstur þar sem fjögura stafa kóði fylgir með sem þarf að slá inn á næstu síðu og þar á eftir þarf að slá inn bók- og tölustafi sem birtast á skjánum.

Þegar öllu þessu er lokið áttu að vera flutt(ur) inn á innri vef iCert þar sem þú finnur upplýsingar og annað sem við kemur vottun stjórnunarkerfis þíns. Það gæti verið skynsamlegt að bókmerkja (setja í Favorites) hlekkinn inn á sameiginlega svæðið til að auðvelda aðgang inn á svæðið síðar. 

Ef þú lendir í vandræðum í ferlinu hafðu þá samband við skrifstofu iCert í síma 565-9001 eða 849-5200.

Gangi þér vel.

Á innri vef er að finna leiðbeiningar um notkun hans og upplýsingar um næstu skref í vottunarferlinu.