Skráningar á námskeið iCert

Hér er hægt að skrá sig á námskeið iCert í stjórnunarkerfaskólanum. iCert vekur athygli á að viðskiptavinir iCert í vottun stjórnunarkerfa fá 15% afslátt af öllum námskeiðum iCert. Ef tveir eða fleiri skrá sig frá sama atvinnurekanda er veittur 15% afsláttur af námskeiðisgjaldi.
Ef þú hefur ábendingar um efni sem þig vantar upplýsingar um og er tengt stjórnunarkerfum hafðu endilega samband við skrifstofu iCert.
Reikningar vegna námskeiða eru gefnir út rafrænt og mikilvægt að hafa upplýsingar til staðar um viðtakanda reiknings.
Öll námskeið iCert eru á rafrænu formi og er hægt að hefja þátttöku strax og aðgangur hefur verið veittur að námskeiðsvef sem er að jafnaði innan 24 tíma frá skráningu. Vinnustofur  eru haldnar reglulega en finna má upplýsingar um tímasetningar þeirra á námskeiðsvef. Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái fyrirtækja/stofnana tölvupóstfang. Leiðbeiningar um aðgang að innri vef iCert má finna hér á heimasíðunni.


NeiVeit ekki