Siðareglur

Siðareglur

Í því skyni að efla fagleg vinnubrögð og auka traust á starfsemi iCert setur vottunarstofan sér almennar siðareglur sem starfsmönnum og ytri aðilum iCert ber að fara eftir í störfum sínum fyrir vottunarstofuna.

iCert starfar eftir siðareglum sem eru hluti af starfsemi félagsins. Þessar reglur miða að því að viðhalda langtímaviðskiptasambandi við viðskiptavini og eru hluti af framúrskarandi vottunarþjónustu. Hver starfsmaður gætir að því fyrir sitt leyti að farið sé eftir reglunum. Stjórnendur iCert skulu sjá til þess að starfsfólki og ytri aðilum sé kunnugt um reglurnar og að þær séu eðlilegur þáttur í starfi þeirra.

Starfsmönnum og ytri aðilum iCert ber að:

 • starfa í þágu viðskiptavina iCert af vandvirkni, heiðarleika og samkvæmt bestu dómgreind;
 • fara eftir verklagsreglum og verkferlum sem iCert hefur komið upp og hlíta þeim kröfum sem gerðar eru til starfsmanna og félagsins sem faggilt vottunarstofa;
 • veita ekki hvers konar ráðgjöf á sviði stjórnunarkerfa;
 • tileinka sér vinnubrögð sem skapa traust á starfi þeirra og félagsins;
 • gæta fyllsta trúnaðar gagnvart viðskiptavinum iCert nema annars sé krafist samkvæmt lögum;
 • vinna gegn sóun og ómarkvissri meðferð fjármuna;
 • efla vitund um jafnrétti og önnur mannréttindi;
 • tileinka sér áhættumiðaða nálgun viðfangsefna;
 • stuðla að gagnsæi og góðum samskiptum á vinnustað;
 • láta samstarfsfólk og viðskiptavini njóta sannmælis og sanngirni;
 • gæta að orðspori iCert og viðskiptavina iCert í samskiptum utan vinnu;
 • hvetja samstarfsfólk til að leita réttar síns telji það á sér brotið;
 • koma fram við viðskiptavini og hagsmunaaðila af háttvísi og virðingu;
 • virða skoðana- og tjáningarfrelsi;
 • forðast hagsmunaárekstra;
 • þiggja ekki gjafir, þóknanir, umboðslaun umfram það sem eðlilegt getur talist. Sama gildir um hið gagnstæða;
 • gæta þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf þeirra;
 • leita samvinnu um úrlausn mála eftir því sem kostur er;
 • standa vörð um hlutleysi og faglegt sjálfstæði;
 • vekja athygli viðeigandi aðila á ólögmætum ákvörðunum og athöfnum;
 • axla ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum;

Jafnframt eiga siðareglurnar að endurspegla tiltekin grunngildi starfa hjá iCert eins og heilindi, hlutleysi, skilvirkni og stöðugar umbætur.

Brot á þessum reglum kann að leiða til aðgerða af hálfu iCert.