Jafnlaunakerfi ÍST 85:2012

Jafnlaunakerfi ÍST 85:2012

iCert hefur opnað fræðsluvef um kröfur jafnlaunastaðalsins sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum í innleiðingu jafnlaunakerfa í samræmi við kröfur ÍST 85:2012. Áhersla fræðsluefnis er á meginmarkmið sem liggja að baki stjórnunarkerfum og til hvaða atriða er nauðsynlegt að horfa í innleiðingarferlinu og rekstri kerfisins. Einnig er til staðar upplýsingar um hvaða verkfærum er unnt að beita til þess að framkvæma launagreiningar og hvað ber að hafa í huga við val á viðmiðum.