Samsett vottun er leið til að fá stjórnunarkerfi fyrirækis eða stofnunar vottað samkvæmt tveimur eða fleiri stjórnunarkerfisstöðlum á sama tíma.
Eitt samþætt kerfi
Það eru oft mikil líkindi milli stjórnunarkerfisstaðalanna, þó stjórnunarkerfi snúi að mismunandi sviðum. Mörg fyrirtæki og stofnanir byggja upp stjórnunarkerfi sín í eitt samþætt kerfi sem nær yfir svið eins og gæði, heilsu og öryggi, umhverfi og nú jafnlauna. Með því að samþætta nokkra staðla í eitt stjórnunarkerfi má lágmarka tví- eða margverknað.
Ein úttekt á öllum stjórnunarkerfum
Samþætt stjórnunarkerfi gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að viðhalda skjölum á einfaldari máta þar sem ekki er nauðsynlegt að útbúa skjalasafn fyrir hvert stjórnunarkerfi. Hvort sem þessari samþættu stjórnunarkerfisaðferð er beitt eða stjórnunarkerfin byggð upp samhliða, er hægt að meta og taka út öll stjórnunarkerfi fyrirtækisins í einni sameinaðri vottunarúttekt.
Aukið verðmæti
Með því að fá vottun á nokkur stjórnunarkerfi samtímis má spara tíma, fyrirhöfn og fjárfestingu og auka skilvirkni stjórnunarkerfanna. iCert býður upp á samsetta vottunarþjónustu sem er hönnuð til að framkvæma hagkvæmar úttektir í öllu vottunarferlinu. iCert er í faggildingarferli fyrir gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001:2015 og jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012.
iCert stefnir jafnframt að því að hljóta faggildingu á fleiri sviðum og mun hafa á sínum snærum sérfræðinga sem eru hæfir til úttekta á öðrum stjórnunarkerfum. iCert beitir sömu nálgun og kröfum í úttektum sínum óháð stjórnunarkerfi og hljóta fyrirtæki faggilta vottun um leið og iCert hefur fengið faggildingu samkvæmt viðkomandi stjórnunarkerfisstaðli.
Hafðu samband í dag og fáðu frekari upplýsingar um samsettar vottanir iCert.