Gæðastjórnunarkerfi ISO 9001:2015

Gæðastjórnunarkerfi ISO 9001:2015

iCert vinnur að opnun fræðsluvefs um gæðastjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 9001:2015. Áhersla verður lögð á að útskýra meginuppbyggingu gæðastjórnunarstaðalsins ÍST EN ISO 9001:2015 og markmið stjórnunarkerfa almennt og hvernig innbyrðis tengsl eru á milli stjórnunarkerfisstaðla. Einnig er farið yfir áhættumiðaða hugsun og hvernig hún getur stuðlað að stöðugum umbótum fyrir gæðastjórnunarkerfi.