Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Frá útfærslu að vottun
Með lögfestingu laga nr. 56/2017 um breytingu á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla var lögfest sú krafa að flest fyrirtæki og stofnanir þyrftu að innleiða jafnlaunakerfi og fá það vottað. Þau fyrirtæki sem ekki hafa innleitt stjórnunarkerfi í sína starfsemi þekkja lítt bakgrunn stjórnunarkerfa og hvað þá vottun þeirra. Á námskeiði iCert í stjórnunarkerfaskólanum er farið yfir ferlið sem er fyrir höndum frá því að jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er keyptur og þar til vottun á jafnlaunakerfi hlýst.
TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að veita fræðslu um ferlið sem er fyrir höndum frá innleiðingu að vottun jafnlaunakerfa á grundvelli krafna staðalsins ÍST 85:2012.
MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur
-viti hvað þarf að gera til að innleiða jafnlaunakerfi
-viti hvað þarf að vera tilbúið til þess að geta farið í forúttekt
-viti hvað þarf að vera búið að framkvæma til að vottunarúttekt geti farið fram
-skilji hvað felist í athugasemdum og frávikum
-skilji hlutverk vottunaraðila
-skilji gildi vottunar
-o.fl.
HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu ættu þátttakendur að vera meðvitaðir um það ferli sem er framundan frá því tekin hefur verið ákvörðun um innleiðingu jafnlaunakerfa, og annarra stjórnunarkerfa þangað til þau hljóta vottun.
HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:
-Fyrirlestur
-Glærukynningu
-O.fl.
Vinnustofa er ekki innifalin í þessu námskeiði
VERÐ
30.000 kr.*
*viðskiptavinir iCert í vottun stjórnunarkerfa fá aðgang að námskeiði frítt. Sé gerður samningur um vottun innan þriggja vikna frá þátttöku gengur þátttökugjald upp í kostnað við vottun.