Vottun gæðastjórnunarkerfa

ÍST EN ISO 9001:2015

Gæðastjórnunarstaðallinn

ÍST EN ISO 9001:2015

ISO 9001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn og innleiða gæðastjórnunarkerfi í starfsemi sína í því skyni að sýna fram að þau kappkosti að uppfylla gæðakröfur og gæðamarkmið sem gilda um starfsemina.
ISO 9001:2015 er algengasti stjórnunarkerfisstaðallinn en yfir 1,1 milljón fyrirtækja í yfir 180 löndum eru með vottað gæðastjórnunarkerfi á grundvelli hans. Á Íslandi eru yfir 100 fyrirtæki með vottað gæðastjórnunarkerfi. Staðallinn skilgreinir kröfur til fyrirtækja og stofnana sem vilja tryggja að vörur og þjónusta sem þau bjóða upp á uppfylli stöðugt kröfur viðskiptavina sinna og að þau vinni að stöðugum umbótum á stjórnunarkerfum sínum og starfsemi.
Í því samkeppnismiðaða umhverfi sem ríkir í dag er traust á gæði og ánægja mikilvæg skilyrði sem fyrirtæki og neytendur setja þegar þeir velja sér vöru eða þjónustu. Með vottun á gæðastjórnunarkerfi skv. ISO 9001:2015 sýna fyrirtæki og stofnanir skuldbindingu um að þau samræma starfsemi og framleiðsluferla sína með hliðsjón af kröfum viðskiptavina sinna.

Uppfærsla

Gæðastjórnunarstaðallinn ISO 9001:2015 var uppfærður árið 2015 þar sem ríkari áhersla er lögð á áhættumiðaða nálgun á framkvæmdarferla til að aðstoða við að ákvarða þætti í framkvæmd sem nauðsynlegt er að bregðast við með fyrirbyggjandi aðgerðum og takast á við áhættu og tækifæri með skipulegum og skilvirkum hætti. Eftir október 2018 þurftu öll fyrirtæki og stofnanir sem höfðu vottað gæðastjórnunarkerfi skv. 2008 útgáfu staðalsins að færa sig í 2015 útgáfu og fá vottaða. Vottanir á 2008 gæðastjórnunarkerfum eru því ekki lengur í gildi

Vottun

iCert vottar jafnlaunakerfi á grundvelli krafna staðalsins ÍST EN ISO 9001:2015.
Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd gæðastjórnunarkerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfa sinna með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.

Beiðni um tilboð













    Jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012Gæðastjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 9001:2015Umhverfisstjórnunarkerfi skv. ÍST EN ISO 14001:2015





    NeiÓljóst



    Nei




    **Tilgangur forúttektar er að fara yfir útfærslu stjórnunarkerfis og undirbúning fyrirtækis/stofnunar fyrir vottun. Úttekt felur í sér grófa yfirferð á stjórnunarkerfinu og tengdum skjalfestum upplýsingum, mat á staðbundnum kröfur og hvort/hvenær fyrirtækið sé tilbúið til að undirgangast vottunarúttekt. Forúttekt felur einnig í sér mat á hversu vel fyrirtækið/stofnun þekkir kröfur viðkomandi stjórnunarkerfisstaðals.

    ÁVINNINGUR GÆÐASTJÓRNUNARKERFA

    Aukin skilvirkni

    Innleiðing gæðastjórnunarkerfa tryggir betri innri skilning fyrirtækja og stofnana á framkvæmdarferlum og skilvirkari framkvæmdar.

    Aukin ánægja

    Vottun gæðastjórnunarkerfa samkvæmt ISO 9001:2015 leiðir til aukinnar ánægju viðskiptavina og trausts fagaðila, stjórnvalda, hagsmunaaðila og starfsmanna og veitir staðfestingu á að samræmis gæti í afhendingu á vörum eða þjónustu.

    Sparnaður

    Með skilvirkri og stöðugri framkvæmd gæðastjórnunarkerfa má ná fram hagræðingu í rekstri og minnkun kostnaðar. 

    Stöðugar umbætur

    Með virkri rýni og mælinga gagnvart markmiðum má ná fram stöðugum umbótum í rekstri og ná forskoti á markaði. 

    HVAÐ FÁ VIÐSKIPTAVINIR ICERT

    Miðlægur verkefnavefur

    Sharepoint vinnusvæði

    Viðskiptavinir iCert fá aðgang að innri verkefnavef iCert. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um vottunarferlið. Á verkefnavef hafa viðskiptavinir iCert aðgang að úttektarskýrslum, vottunarskírteini og öðru sem við kemur vottunarverkefninu. Viðskiptavinir iCert hafa þannig aðgang að upplýsingum um vottun sína og stöðu hennar hvar og hvenær sem er, án auka kostnaðar.

    Faglegt óháð mat

    Reynsla og hæfni

    iCert býr að 30 ára reynslu í úttektum og vottunum stjórnunarkerfa. Viðskiptavinir iCert fá því faglegt mat á útfærslu og framkvæmd gæðastjórnunarkerfa þeirra. 

    Stjórnunarkerfaskóli iCert

    Einfaldar innleiðingarferlið og rekstur

    Í Stjórnunarkerfaskóla iCert má finna ýmis námskeið sem reynast gagnleg við innleiðingu gæðastjórnunarkerfa. Með því að fara á námskeið ná fyrirtæki og stofnanir sér þá þekkingu sem er nauðsynlegt til þess að koma á og reka gæðastjórnunarkerfi og halda þannig beinum og óbeinum kostnaði niðri. Viðskiptavinir iCert fá námskeið í Stjórnunarkerfaskólanum á sérkjörum.

    AUKINN ÁVINNINGUR VIÐSKIPTAVINA

    Minni kostnaður

    iCert er íslensk vottunarstofa og býður upp á faggilta vottun sambærilegar þeim sem erlendar vottunarstofur bjóða upp á. Þannig má halda niðri kostnaði við vottun.

    Skilvirkni

    Haldið er utan um allt sem tengist vottun miðlægt sem minnkar flækjustig og tryggir rekjanleika.

    Endurgjöf og stöðugar umbætur

    iCert leggur metnað í að veita uppbyggilega endurgjöf í úttektum og úttektarskýrslum sem stuðlar að stöðugum umbótum.