Stjórnunarkerfaskóli iCert

Í stjórnunarkerfaskóla iCert er boðið upp á styttri fyrirlestra og lengri námskeið í öllu sem við kemur stjórnunarkerfastöðlum.

Kennsla fer alfarið í fram formi fræðslu fyrirlestra sem eru aðgengilegir á innri vef iCert og lengri námskeiðum er fylgt eftir í rafrænum vinnustofum gegnum fjarfundabúnað. Einnig fá þátttakendur aðgang að miklu fræðsluefni tengdu viðkomandi viðfangsefni til frekari uppfyllingar á því sem fram kemur í fyrirlestrum.

Stjórnunarkerfaskóli iCert hentar öllum, óháð því hvar þeir eru staddir og má þannig halda beinum og óbeinum kostnaði fyrirtækja og stofnana í lágmarki þegar kemur að innri þjálfun starfsmanna.

Þátttakendur á námskeiðum iCert hafa aðgang að fræðsluefni á innri vef iCert í 2 vikur frá skráningu og geta setið þau þeim hentar hvort sem þar er á vinnutíma eða utan vinnutíma og horft á aftur og aftur.

Öllum lengri námskeiðum er fylgt eftir með vinnustofum þar sem kafað er dýpra í viðfangsefni og veitt svör við verkefnum sem lögð eru fyrir á námskeiðisvef og í fyrirlestrum og spurningum svarað sem kunna að koma upp.

Stjórnunarkerfaskóli iCert er hagkvæm, skilvirk, árangursrík og umhverfisvæn fræðslulausn fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Innri úttektir jafnlaunakerfa

Krafa jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 er að skipuleggja og framkvæma innri úttektir á jafnlaunakerfum. En hvað eru innri úttektir og hvernig eru innri úttektir skipulagðar og framkvæmdar? Á námskeiði um innri úttektir jafnlaunakerfa er m.a. farið yfir hvað innri úttektir eru, hver er tilgangur þeirra, hvernig þær eru skipulagðar o.s.frv. með hliðsjón af kröfum jafnlaunastaðalsins.

TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að þjálfa tilvonandi innri úttektaraðila í hugmynda- og aðferðafræði innri úttekta í samræmi við leiðbeiningastaðal ÍST EN ISO 19011:2018.
Að veita þátttakendum verkfæri og leiðsögn til að stuðla að árangursríkum innri úttektum með fyrirlestri, verkefnum og vinnustofu þar sem rætt er m.a. um verkefni sem lögð eru fyrir þátttakendur.

MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er

-að fræða um tilgang og markmið innri úttekta
-að fræða um tengsl innri úttekta og stöðugra umbóta
-að fræða um ábyrgð innri úttektaraðila
-stuðla að skilningi á hæfnisviðmiðum
-stuðla að skilningi á skipulagningu og framkvæmd innri úttekta
-stuðla að árangursríkri skýrslugjöf til stjórnenda
-stuðla að árangursríkum innri úttektum þátttakenda

HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu fá þátttakendur þekkingu og færni til þess að gera úttektaráætlun, undirbúa og framkvæma innri úttektir á jafnlaunakerfum og að námskeiði loknu að vera hæfur til innri úttekta á jafnlaunakerfum.

HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:

-Fyrirlestur
-Handbók um innri úttektir jafnlaunakerfa
-Eyðublöð fyrir úttektaráætlun og úttektarskýrslu
-Glærukynningu
-Verkefni
-O.fl.

Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega og að henni lokinni rafrænt viðurkenningarskírteini fyrir þátttöku. Tímasetningar vinnustofa og skráningar eru á námskeiðsvef.

VERÐ
55.000 kr.

Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Innleiðing

Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er staðall um stjórnunarkerfi til að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað. Það sem ferst oft fyrir í umræðunni er að jafnlaunastaðallinn er stjórnunarkerfi sem má nýta sem gæðastjórnunarkerfi mannauðssvið og þannig fyrir launasetningu atvinnurekenda. Á námskeiði iCert í stjórnunarkerfaskólanum er farið yfir innleiðingu jafnlaunakerfa í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins og á sama tíma farið yfir hvernig nota má jafnlaunastaðalinn og jafnlaunakerfi til að vinna fyrir atvinnurekendur á víðtækari grunni en bara hvað snýr að launajafnrétti.

TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Tilgangur námskeiðisins er að kynna fyrir þátttakendum kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og hverjar lágmarkskröfur staðalsins eru. Jafnframt er þátttakendum veitt fræðsla um hvernig beita má jafnlaunakerfum í víðtækari tilgangi en bara til að uppfylla lágmarkskröfur staðalsins.

MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að veita þátttakendum:

-kynningu á kröfum staðalsins
-uppbyggingu staðalsins
-tilgang og markmið stjórnunarkerfa
-innbyrðis tengsla krafna staðalsins
-ákvörðun jafnlaunaviðmiða
-stefnu- og markmiðasetning
-framkvæmd launagreininga
-skjalfesting og skráarstýring

HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu ættu þátttakendur að hafa aflað sér grunnþekkingar til að innleiða jafnlaunakerfi og að framkvæma launagreiningar á einfaldan og skilvirkan máta sem nýtist atvinnurekendum til ákvarðanatöku og stöðugra umbóta.

HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:

-Fyrirlestur
-Handbók um innleiðingu jafnlaunakerfa
-Ýmis skapalón
-Glærukynningu
-Verkefni
-Staðfestingarskírteini fyrir þátttöku
-O.fl.

Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega. Tímasetningar á innri vef.

VERÐ
60.000 kr. (væntanlegt í mars)

Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Launagreiningar

Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 gerir kröfu um að launagreiningar séu framkvæmdar reglulega m.a. til að mæla launamun kynja á vinnustað. Launagreiningar má hins vegar nota í ýmsum öðrum tilgangi til að stuðla að árangri jafnlaunakerfa og rekstri. Á námskeiði iCert í stjórnunarkerfaskólanum um launagreiningar er farið yfir framkvæmd launagreiningar með verkfæri sem iCert hefur þróað og hægt er að aðlaga að hvaða fyrirtæki eða stofnun sem er.

TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Tilgangur námskeiðisins er að kynna fyrir þátttakendum framkvæmd launagreininga með verkfæri sem iCert hefur þróað og er aðgengilegt viðskiptavinum iCert og kynna fyrir þátttakendum hvað ber að varast í launagreiningum.

MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur:

-geti framkvæmt launagreiningar (aðhvarfsgreiningar)
-geti túlkað niðurstöður launagreininga
-geti borið kennsl á gæði og galla í launagreiningum
-skilji tengsl launagreininga og markmiða jafnlaunakerfa
-skilji tengsl jafnlaunaviðmiða og launagreininga

HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu læra þátttakendur að beita launagreiningarverkfæri til að framkvæma launagreiningar sjálfstætt og geta rökstutt niðurstöður þeirra sem nýtist atvinnurekendum til ákvarðanatöku og stöðugra umbóta.

HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:

-Fyrirlestur
-Handbók um aðhvarfsgreiningu
-Verkfæri iCert til launagreininga
-Glærukynningu
-Verkefni
-Staðfestingarskírteini fyrir þátttöku
-O.fl.

Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 klst.) sem er haldin reglulega. Tímasetningar á innri vef.

VERÐ
40.000 kr. (væntanlegt í mars)

Stjórnunarkerfi - Innri úttektir stjórnunarkerfa ÍST EN ISO 19011:2018

Krafa stjórnunarkerfastaðla s.s. ÍST 85:2012, ÍST EN ISO 9001:2015, ÍST EN ISO 14001:2015 o.fl. er að skipuleggja og framkvæma innri úttektir reglubundið. En hvernig er skilvirkast að nálgast innri úttektir og hvernig eru innri úttektir skipulagðar og framkvæmdar. Á námskeiði um innri úttektir stjórnunarkerfa er kafað dýpra í framkvæmd innri úttekta en gert er á námskeið um innri úttektir jafnlaunakerfa. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir hvað innri úttektir eru, hver er tilgangur þeirra, hvernig þær eru skipulagðar, hvernig nota má þær til að auðkenna áhættur o.s.frv. með hliðsjón af kröfum mismunandi stjórnunarkerfastaðla.

TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að þjálfa tilvonandi innri úttektaraðila í hugmynda- og aðferðafræði innri úttekta í samræmi við leiðbeiningastaðal ÍST EN ISO 19011:2018. Þátttakendur eru kynntir fyrir góðum venjum í úttektum og stuðla að þróun á úttektarfærni með fyrirlestri, verkefnum og vinnustofu. Á vinnustofu er m.a. farið yfir verkefni sem lögð eru fyrir þátttakendur. Lögð er áhersla á eiginleika sem úttektaraðilar þurfa að búa yfir eða tileinka sér og svo mismunandi tækni til þess að ná fram tilætluðum árangri.

MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að

-veita skilning á uppbyggingu stjórnunarkerfa
-fræða um tilgang og markmið innri úttekta
-fræða um tengsl innri úttekta og stöðugra umbóta
-veita skilning á ábyrgð innri úttektaraðila
-veita skilning á hæfnisviðmiðum með hliðsjón af mismunandi stjórnunarkerfastöðlum
-stuðla að færni í skipulagningu og framkvæmd innri úttekta mismunandi stjórnunarkerfastaðla
-kynna góðar venjur við skýrslugjöf til stjórnenda
-kynna góðar venjur í úttektum og úttektartækni
-o.fl.

HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu fá þátttakendur nauðsynlega þekkingu og færni til að útbúa úttektaráætlun, undirbúa og framkvæma innri úttekt á mismunandi stjórnunarkerfum og að námskeiði loknu að vera hæfur til innri úttekta.

HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:

-Fyrirlestur
-Handbók um innri úttektir stjórnunarkerfa
-Skapalón fyrir úttektaráætlun og úttektarskýrslu
-Glærukynningu
-Verkefni
-O.fl.

Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega og að henni lokinni viðurkenningu fyrir þátttöku. Tímasetningar vinnustofa er að finna á námskeiðsvef.

VERÐ
60.000 kr.

Stjórnunarkerfi - Uppbygging stjórnunarkerfa

Allir stjórnunarkerfastaðlar hafa verið uppfærðir eftir 2015 þegar innleidd var ný nálgun í uppbyggingu þeirra þar sem ríkari áhersla er lögð á áhættumiðaða nálgun á framkvæmdarferla. Markmiðið er að stuðla að þættir í framkvæmd séu auðkenndir sem nauðsynlegt er að bregðast við með fyrirbyggjandi aðgerðum og takast á við áhættu og tækifæri með skipulegum og skilvirkum hætti. Á námskeiði um uppbyggingu stjórnunarkerfastaðla er farið yfir þær breytingar sem orðið hafa frá fyrri útgáfum staðla og hvernig þeir eru uppbyggðir í dag.

TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að veita fræðslu um burðarvirki stjórnunarkerfastaðla og hvernig nýta má það til þess að auðvelda innleiðingu mismunandi stjórnunarkerfa í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Einnig að fræða um hvernig stuðla megi að árangursríkri innleiðingu annarra stjórnunarkerfa.

MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að

-byggja undir skilning á uppbyggingu stjórnunarkerfastaðla
-fræða um tilgang og markmið nýrrar nálgunar
-skilningi á áhættumiðaðri hugsun (e. risk based thinking)
-stuðla að árangursríkri innleiðingu mismunandi stjórnunarkerfastaðla

HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu fá þátttakendur þekkingu og færni til að verkstýra innleiðingu mismunandi stjórnunarkerfa.

HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:

-Fyrirlestur
-Handbók um uppbyggingu stjórnunarkerfa
-Skapalón
-Glærukynningu
-Verkefni
-O.fl.

Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega og að henni lokinni viðurkenningarskírteini. Tímasetningar vinnustofa má finna á innri vef.

VERÐ
70.000 kr.

CO2 Neutral - Innleiðing

Viðmið iCert um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun sem iCert hefur verið með í þróun sl. ár voru gefin út í upphafi árs 2020. Viðmiðin fela í sér ýmsar kröfur til fyrirtækja og stofnana sem hafa hug á að gera starfsemi sína kolefnishlutlausa eða standa að kolefnisjöfnun í samræmi við kröfur viðmiðanna. Á námskeiði iCert um CO2 Neutral er farið yfir kröfur viðmiðanna, hvað það er að vera kolefnishlutlaus og hvernig fyrirtæki og stofnanir beita viðmiðunum á skilvirkan máta.

TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að veita fræðslu um kröfur viðmiða iCert um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun og mismunandi útfærslur hvernig unnt er að uppfylla kröfurnar.

MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að

-fræða um loftslagsmál og forsendur kolefnishlutleysis
-fræða um uppbyggingu og samhengi viðmiðanna
-fræða um kröfur viðmiðanna
-veita leiðbeiningar um útfærslu
-fræða um mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum
-fræða um meginreglur loftslagsbókhalds og mótvægisaðgerða
-kynna góðar venjur við skýrslugjöf til almennings
-o.fl.

HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu ættu þátttakendur að geta útfært kerfi og aðgerðir sem uppfylla kröfur viðmiðanna .

HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:

-Fyrirlestur
-Leiðbeiningar um útfærslu
-Skapalón
-Glærukynningu
-O.fl.

Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 – 2 klst.) sem er haldin reglulega og viðurkenningarskírteini. Tímasetningar vinnustofa má finna á innri vef.

VERÐ
80.000 kr.

Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Frá útfærslu að vottun

Með lögfestingu laga nr. 56/2017 um breytingu á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla var lögfest sú krafa að flest fyrirtæki og stofnanir þyrftu að innleiða jafnlaunakerfi og fá það vottað. Þau fyrirtæki sem ekki hafa innleitt stjórnunarkerfi í sína starfsemi þekkja lítt bakgrunn stjórnunarkerfa og hvað þá vottun þeirra. Á námskeiði iCert í stjórnunarkerfaskólanum er farið yfir ferlið sem er fyrir höndum frá því að jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er keyptur og þar til vottun á jafnlaunakerfi hlýst.

TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að veita fræðslu um ferlið sem er fyrir höndum frá innleiðingu að vottun jafnlaunakerfa á grundvelli krafna staðalsins ÍST 85:2012.

MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur

-viti hvað þarf að gera til að innleiða jafnlaunakerfi
-viti hvað þarf að vera tilbúið til þess að geta farið í forúttekt
-viti hvað þarf að vera búið að framkvæma til að vottunarúttekt geti farið fram
-skilji hvað felist í athugasemdum og frávikum
-skilji hlutverk vottunaraðila
-skilji gildi vottunar
-o.fl.

HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu ættu þátttakendur að vera meðvitaðir um það ferli sem er framundan frá því tekin hefur verið ákvörðun um innleiðingu jafnlaunakerfa, og annarra stjórnunarkerfa þangað til þau hljóta vottun.

HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:

-Fyrirlestur
-Glærukynningu
-O.fl.

Vinnustofa er ekki innifalin í þessu námskeiði

VERÐ
40.000 kr. (viðskiptavinir iCert í vottun stjórnunarkerfa fá aðgang að námskeiði frítt)