Ásdís Björg Jóhannesdóttir er úttektaraðili hjá iCert á sviði Vakans, jafnlaunakerfa og gæðastjórnunarkerfa. Ásdís Björg er menntaður kennari með meistaragráðu í Markaðsfræði og Alþjóðaviðskiptum og D-vottun í verkefnastjórnun. Hún hefur unnið í gæðamálum og verkefnastjórnum undanfarin ár meðal annars hjá Tollstjóra þar sem hún vann við verkferla og stýrði verkefnum um gæði í þjónustu. Hún hefur setið í ýmsum greiningarhópum og sinnt stefnumótun. Ásdís Björg hefur unnið við innleiðingu á Vakanum, gæðakerfi í ferðaþjónustu, og komið að verkefnum á mannauðssviði, svo sem gerð starfsmannahandbókar, þjálfun nýrra starfsmanna og útbúið öryggisáætlanir.
Email: asdisbjorg@gmail.com