Stjórnunarkerfi - Uppbygging stjórnunarkerfa

Allir stjórnunarkerfastaðlar hafa verið uppfærðir eftir 2015 þegar innleidd var ný nálgun í uppbyggingu þeirra þar sem ríkari áhersla er lögð á áhættumiðaða nálgun á framkvæmdarferla. Markmiðið er að stuðla að þættir í framkvæmd séu auðkenndir sem nauðsynlegt er að bregðast við með fyrirbyggjandi aðgerðum og takast á við áhættu og tækifæri með skipulegum og skilvirkum hætti. Á námskeiði um uppbyggingu stjórnunarkerfastaðla er farið yfir þær breytingar sem orðið hafa frá fyrri útgáfum staðla og hvernig þeir eru uppbyggðir í dag.
TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Að veita fræðslu um burðarvirki stjórnunarkerfastaðla og hvernig nýta má það til þess að auðvelda innleiðingu mismunandi stjórnunarkerfa í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Einnig að fræða um hvernig stuðla megi að árangursríkri innleiðingu annarra stjórnunarkerfa.
MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur
-öðlist djúpan skilning á uppbyggingu stjórnunarkerfastaðla
-öðlist skilning á tilgangi og markmiðum nýrrar nálgunar eftir 2015
-skilji áhættumiðaða hugsun (e. risk based thinking)
-nái fram árangursríkri innleiðingu og rekstri mismunandi stjórnunarkerfastaðla
-geti náð árangursríkri samhæfingu á rekstri mismunandi stjórnunarkerfa
HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu fá þátttakendur þekkingu og færni til að verkstýra innleiðingu mismunandi stjórnunarkerfa.
HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:
-Fyrirlestur
-Handbók um uppbyggingu stjórnunarkerfa
-Skapalón
-Glærukynningu
-Verkefni
-O.fl.
Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 - 2 klst.) sem er haldin reglulega og að henni lokinni viðurkenningarskírteini. Tímasetningar vinnustofa má finna á innri vef.
VERÐ
70.000 kr.