Jafnlaunakerfi ÍST 85 - Launagreiningar
Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 gerir kröfu um að launagreiningar séu framkvæmdar reglulega m.a. til að mæla launamun kynja á vinnustað. Launagreiningar má hins vegar nota í ýmsum öðrum tilgangi til að stuðla að árangri jafnlaunakerfa og rekstri. Á námskeiði iCert í stjórnunarkerfaskólanum um launagreiningar er farið yfir framkvæmd launagreiningar með verkfæri sem iCert hefur þróað og hægt er að aðlaga að hvaða fyrirtæki eða stofnun sem er.
TILGANGUR NÁMSKEIÐSINS
Tilgangur námskeiðisins er að kynna fyrir þátttakendum framkvæmd launagreininga með verkfæri sem iCert hefur þróað og er aðgengilegt viðskiptavinum iCert og kynna fyrir þátttakendum hvað ber að varast í launagreiningum.
MARKMIÐ
Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur:
-geti framkvæmt launagreiningar (aðhvarfsgreiningar)
-geti túlkað niðurstöður launagreininga
-geti borið kennsl á gæði og galla í launagreiningum
-skilji tengsl launagreininga og markmiða jafnlaunakerfa
-skilji tengsl jafnlaunaviðmiða og launagreininga
HVAÐ LÆRIR ÞÚ
Á námskeiðinu læra þátttakendur að beita launagreiningarverkfæri til að framkvæma launagreiningar sjálfstætt og geta rökstutt niðurstöður þeirra sem nýtist atvinnurekendum til ákvarðanatöku og stöðugra umbóta.
HVAÐ ER INNIFALIÐ
Þátttakendur á námskeiðinu fá rafrænan aðgang námskeiðsvef á innri vef iCert. Þar er að finna:
-Fyrirlestur
-Handbók um aðhvarfsgreiningu
-Verkfæri iCert til launagreininga
-Glærukynningu
-Verkefni
-Staðfestingarskírteini fyrir þátttöku
-O.fl.
Að auki fá þátttakendur aðgang að rafrænni vinnustofu (1 klst.) sem er haldin reglulega. Tímasetningar á innri vef.
VERÐ
40.000 kr. (væntanlegt í mars)