iCert áformaði að birta á heimasíðu sinni viðmið um kolefnishlutleysi í október. Viðmiðin eru ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð í loftslagsmálum og ná árangri í að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og bindingu þeirrar losunar sem ekki verður fyrirbyggð. Hingað til hefur skort leiðbeiningar um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi. iCert er því mjög umhugað um að tryggja trúverðugleika viðmiðanna og að um þau náist sátt þannig að þau séu grunnur að leikreglum um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun hér á landi. Viðmiðin eru nú að mestu leyti tilbúin en vegna mikilla anna iCert í úttektum vegna jafnlaunavottunar og vegna óviðráðanlegra orsaka þarf iCert að fresta birtingu viðmiðanna fram í desember eða janúar.
Aðilar sem hafa áhuga á að fá kynningu um viðmiðin ættu endilega að hafa samband við skrifstofu iCert í síma 565-9001.