Frá því lög um breytingar á lögum um loftslagsmál voru samþykkt í vor hafa eigendur iCert unnið að leiðbeiningum um kolefnishlutleysi í anda sambærilegra viðmiða erlendis. Vinnan er drifin áfram þar sem engar leiðbeiningar eru til staða um hvernig ná má fram kolefnishlutleysi. Vinnan er á lokametrunum og hafa viðmiðin verið kynnt helstu hagsmunaaðilum í loftslagmálum og fengið umsögn þeirra.
Viðmiðin eru útfærð sem sett krafna ásamt leiðbeiningum sem veita fyrirtækjum og stofnunum leiðsögn svo að þeim sé m.a. unnt að setja fram trúverðuga og gagnsæja fullyrðingu um kolefnishlutleysi í starfsemi þeirra.
Með framsetningu viðmiðanna vill iCert mæta þeirri þörf sem er til staðar um stöðluð viðmið sem aðgengileg eru öllum stærðum fyrirtækja og stofnanna. Með útgáfu viðmiðanna er í fyrsta sinn á Íslandi aðgengileg viðmið og leiðbeiningar um framsetningu fullyrðinga um kolefnishlutleysi á íslensku.
Síðar í október hyggst iCert birta á heimasíðu sinni viðmiðin. Þannig hafa allir aðgang að þeim og hagsmunaaðilar og almenningur lagt mat trúverðugleika fullyrðinga um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun þeirra sem setja þær fram.
Nánari upplýsingar um viðmiðin má fá á skrifstofu iCert.