Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, er sérstakur ráðgjafi iCert á sviði Vakans og ferðaþjónustunnar. Ólöf starfaði um árabil sem ferðamálastjóri og hefur í störfum sínum aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu á ferðaþjónustu hér á landi sem og erlendis. Vakinn var innleiddur hér á landi í tíð hennar sem ferðamálastjóri. Ólöf starfar nú að ferðaþjónustuverkefnum á vegum stjórnvalda í Saudi Arabíu, þar sem fyrirhugað er að efla atvinnugreinina og auka framboð.