Dagana 11. – 15. september hélt iCert námskeið í framkvæmd úttekta. Á námskeiðinu var farið yfir helstu einkenni stjórnunarkerfisstaðla, framkvæmd vottunaraðgerða, úttektaraðferðir og farið yfir úttektarferla iCert. Námskeiðið er liður í þjálfun úttektaraðila iCert í úttektum á jafnlauna- og gæðastjórnunarkerfum og að tryggja samræmda framkvæmd vottunar- og úttektaraðgerða iCert. Nánar um jafnlaunavottun og vottun gæðastjórnunarkerfa má finna á heimasíðu iCert.