Lykilatriði þegar gera á starfsemi kolefnishlutlausa er að skilgreina hvaða starfsemi á að falla undir kolefnisbókhald og þar með kolefnishlutleysi, s.s. hvort að það nái yfir starfsemi eins lögaðila eða fleiri, hvaða losun í virðis- og/eða aðfangakeðju fellur undir og ákvarða hvar losun verður til innan starfseminnar.
Viðmiðin setja lágmarkskröfu hvaða þættir starfseminnar þarf að falla undir losunarumfang. Fyrirtæki og stofnanir eru kvattar til þess að fella sem mest undir losunarumfang sitt.
Nauðsynlegt er að eiga til gögn til heils árs um þá losun sem fellur undir losunarumfang. Vísað er til þessa árs sem grunnárs. Þegar kolefnisspor er reiknað er mikilvægt að huga einnig að losunarstuðlum fyrir viðkomandi losun. Þegar gögnum er safnað þarf að gæta þess að þau séu í samræmi við meginreglur kolefnisbókhalds, sem eru:
- Gildi
- Heildstæð skráning
- Samræmi
- Gagnsæi
- Nákvæmni
- Varfærni
Kolefnisbókhald gefur niðurstöðu um hvert kolefnisspor starfseminnar er.
Í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins sem felur í sér skuldbindingu um að draga úr losun og jafna fyrir það sem ekki er hægt að draga úr þannig að kolefnishlutleysi næst gera viðmiðin kröfu um að settar séu fram trúverðug markmið og áætlanir um samdrátt í losun. Þannig þarf þegar kolefnisspor liggur fyrir að meta hvar er hægt að draga úr losun og setja sér tímasett markmið um samdrátt.
Á hverju ári þarf að jafna fyrir sem nemur kolefnisspori starfseminnar. Þannig að losun í fyrir tímabilið hafi raunverulega verið jöfnuð. Það er hægt að gera með kaupum á viðurkenndum kolefniseiningum og eyðingu þeirra. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að hægt er að kaupa innlendar sem erlendar kolefniseiningar sem uppfylla meginreglur mótvægisaðgerða.
Í samræmi við aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum eru helstu aðgerðir til bindingar kolefnis
- Landgræðsla (binding og samdráttur)
- Endurheimt votlendis (samdráttur)
- Skógrækt (binding)
Til eru ýmsar aðferðir til jöfnunar og mörg mýsköpunarverkefni í að spretta upp og þróast sem gætu uppfyllt meginreglur mótvægisaðgerða.
Meginreglur um mótvægisaðgerðir og útgáfu kolefniseininga eru:
- Verkefni séu til viðbótar núverandi aðgerðum
- Varanleg og raunveruleg jöfnun
- Mælanleg jöfnun
- Gagnsæ upplýsingagjöf útgefanda eininga
- Óháð úttekt
- Skráning eininga í kolefnisskrá
iCert birtir lista yfir þær tegundir eininga sem taldar eru uppfylla meginreglur.
Nauðsynlegt er að almenningu sé upplýstur. Þannig þarf að upplýsa um árangur um aðgerðir til minnkunar losunar og aðgerðum til leiðréttingar sem hluti af fullyrðingu um kolefnishlutleysi. Árleg skýrslugjöf heldur almenningi og hagsmunaaðilum upplýstum á gagnsæjan máta og miðlar þeim árangri sem náðst hefur í að stýra losun gróðurhúsalofttegunda.
Vel útfær, gagnsæ og óháð úttekt stuðlar að aukinni tiltrú á skýrslugjöf og fullyrðingu um kolefnishlutleysi. Óháð úttekt á að staðfesta nákvæmni og heildstæðni kolefnisbókhalds m.t.t. hversu viðeigandi losunarumfang er, aðferðarfræði, val stuðla og losunarsviðs.
Staðfesting óháðs þriðja aðila á að kröfur viðmiðanna eru uppfylltar stuðlar að frekari trúverðugleika og á sama tíma fæst endurgjöf úttektaraðila á útfærslu viðmiðanna í starfsemi hvers og eins aðila. Með vottun fá viðskiptavinir iCert árlega úttekt og endurgjöf á þann árangur sem stefnt er að auk heimildar til þess notkunar vottunarmerkis iCert fyrir kolefnishlutleysi.
Til að fræðast frekar um viðmið iCert um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun hafðu endilega samband við skrifstofu iCert.