Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna

iCert fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. iCert er vinnustaður þar sem einstaklingar eru metnir að verðleikum óháð kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, kynþætti eða stjórnmálaskoðunum og hafa jafna möguleika og sömu réttindi í starfi og til starfsframa. iCert skapar vettvang til virkrar umræðu og vitundar um jafnréttismál. Megináherslur í jafnréttismálum eru:

  • iCert er vinnustaður þar sem einstaklingar eiga jafna möguleika til starfa og stjórnar- og nefndarsetu;
  • iCert stefnir að jöfnu hlutfalli kynja á meðal starfsmanna og að störf séu ekki flokkuð sem sérstök karla- eða kvennastörf;
  • iCert greiðir konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf;
  • iCert er vinnustaður þar sem starfsmenn geta samræmt vinnu og einkalíf;
  • iCert líður ekki einelti, fordóma, kynbundna eða kynferðislega áreitni;
  • iCert gætir þess að starfsmenn hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og fræðslu óháð kyni, kynhneigð, trúarbrögðum, kynþætti eða stjórnmálaskoðunum.

Jafnréttisstefnan gildir fyrir alla starfsemi iCert. Jafnréttisstefnan er yfirfarin eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.