Í dag var opnuð heimasíða iCert sf. iCert er óháð vottunarstofa sem veitir vottun á stjórnunarkerfum samkvæmt kröfum stjórnunarkerfisstaðla og í samræmi við kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunaraðila. iCert hefur sótt um faggildingu í vottunum stjórnunarkerfa hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu, ISAC, á sviði gæðastjórnunarkerfa samkvæmt alþjóðlega stjórnunarkerfisstaðlinum ISO 9001:2015 – Gæðastjórnunarkerfi og jafnlaunakerfa samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. iCert stefnir að því að verða leiðandi á sviði vottunar stjórnunarkerfa hér á landi og efla vitund fyrirtækja og stofnana á kostum stjórnunarkerfa.