Fræðsluvefur jafnlaunavottunar
ÍST 85:2012
Fræðsluvefur jafnlaunavottunar
ÍST 85:2012
Á innri vef iCert hefur verið að finna mikið fræðsluefni sem við kemur stjórnunarkerfum og vottunum þeirra. iCert hefur nú útbúið sérstakan miðlægan fræðsluvef um jafnlaunastaðalinn á innri vef iCert. Með því fræðsluefni sem iCert hefur útfært fá viðskiptavinir iCert aðgang að mikilli fræðslu um jafnlaunastaðalinn og kröfur hans
Bakgrunnur
Það eru fáir sem þekkja kröfur staðla betur en höfundar þeirra. Sigurður M. Harðarson, einn eiganda iCert, er einn höfunda jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og situr f.h. iCert í endurskoðunarnefnd hans. Sigurður hefur komið að hönnun og útfærslu alls fræðsluefnis. Þannig er fræðsluefnið unnið með hliðsjón af þeim markmiðum sem jafnlaunakerfum er ætlað ná.
Af hverju
Fræðsluvefur iCert er liður í að veita framúrskarandi þjónustu á sviði jafnlaunavottunar og að miðla þeirri þekkingu sem iCert býr yfir á sviði stjórnunarkerfa. Með því að fyrirtæki og stofnanir þekki kröfur staðalsins til hlítar eru þau jafnframt betur undirbúin til þess að innleiða jafnlaunakerfi, reka þau og svo síðast en ekki síst til undirbúnings fyrir úttektir þeirra.
AÐGANGUR
Aðgangur að fræðsluvef iCert um jafnlaunastaðalinn kostar 80.000 kr. auk vsk. og er hann virkur í 6 mánuði, þannig ætti efnið að nýtast á meðan innleiðingu stendur og eftir að jafnlaunakerfi hafa verið tekin í rekstur. Eftir að sá tími rennur út er hægt að framlengja aðgang fyrir 5.000 kr./mán. án vsk. Hins vegar fá allir viðskiptavinir iCert í jafnlaunavottun aðgang að fræðsluvef endurgjaldslaust fyrir allt að þrjá notendur í 6 mánuði sem er innifalinn í árgjöldum. Hægt er að óska eftir aðgangi að fræðsluvef með því að fylla út formið hér að neðan.
Aðgangur