Föstudaginn 21. september var haldinn í bíósal Arion banka dokkufundur um jafnlaunamál. Virkilega góð þátttaka var á fundinum en þar var farið yfir helstu spurningar sem brunnið hafa á þeim sem vinna nú í innleiðingu jafnlaunakerfa. Kynningarnar sem haldnar voru eftirfarandi
- Vottun og vottunarferlið – hvað tekur við eftir að innleiðingu er lokið? – Guðmundur Sigbergsson, framkv.stj. iCert
- Jafnlaunaviðmið – hvað í ósköpunum er konan að tala um? – Drífa Sigurðardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Attentus
- Hvað svo? – Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og eigandi Pay Analytics
Einnig voru reynslusögur frá innleiðingarferlinu en þar tóku til máls:
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri hjá Mosfellsbæ
- Elín Gréta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Verkís
Fundarstjóri var Sigurður M. Harðarson, umhverfisstjóri Icelandair Group og einn eiganda iCert.
iCert vill þakka Dokkunni og þeim fyrirlesurum sem tóku til máls fyrir áhugaverðar, fræðandi og skemmtilegar kynningar.
Kynningu iCert má finna hér.