Faggilding iCert

iCert hefur nú fengið staðfest frá faggildingarsviði Einkaleyfastofu að vottunarkerfi iCert sé í samræmi við kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa skv. staðlinum ÍST EN ISO 17021-1:2015. Lokaskrefið í faggildingarferlinu er því framundan, en stefnt er að framkvæmd staðfestingarmats faggildingarsviðs á vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 fari fram núna í desember samhliða vottunarúttekt hjá

Lesa meira…

Samstarfsaðilar

iCert hefur gert samstarfssamninga við fimm einstaklinga sem munu sinna úttektum á jafnlaunakerfum og gæðastjórnunarkerfum viðskiptavina iCert. Þau eru; Anna María Þorvaldsdóttir, Ásdís Björg Jóhannesdóttir, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Pétursson og Gunnar Björnsson. iCert er þessa dagana að ljúka þjálfun úttektaraðilanna. Þjálfunin er þrískipt. Í fyrsta lagi er um að ræða námskeið sem iCert

Lesa meira…

Námskeið Velferðarráðuneytisins

Dagana 19. – 24. október hélt Endurmenntun Háskóla Íslands námskeið f.h. Velferðarráðuneytisins fyrir úttektaraðila vegna vottunar jafnlaunakerfa. Til þess að teljast hæfur til úttekta á jafnlaunakerfum þurfa úttektaraðilar að hafa setið námskeiðið og staðist próf. Fulltrúar iCert á námskeiðinu voru sjö og samdóma álit þeirra var að vel var staðið að námskeiðinu og námsefnið mikilvægt

Lesa meira…

Úttekt faggildingarsviðs Einkaleyfastofu

Dagana 27. og 28. september sl. kom faggildingarsvið Einkaleyfastofu ásamt matsmanni í úttekt á vottunarkerfi iCert. Úttektin gekk að mati iCert vonum framar og kann iCert Einkaleyfastofu miklar þakkir fyrir þær ábendingar og athugasemdir sem komu fram í úttektinni. Næsta skref í faggildingarferlinu er staðfestingarmat (e. witnessing assessment) á framkvæmd iCert á úttektum jafnlaunakerfa skv.

Lesa meira…

Úttekt faggildingarsviðs

Þann 27. og 28. september er faggildingarsvið Einkaleyfastofu væntanlegt í formlega úttekt á vottunarkerfi iCert til faggildingar. iCert sótti um faggildingu í vottunum gæðastjórnunarkerfa skv. ISO 9001:2015 og jafnlaunakerfa skv. ÍST 85:2012 í júlí og stefnir á að verða fyrsta vottunarstofan sem hlýtur faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa.

Lesa meira…