Nýr meðeigandi og samstarfsaðili

Sigurður M. Harðarson hefur bæst í eigendahóp iCert. Sigurður er menntaður véltæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Óðinsvéum og hefur yfir 25 ára reynslu í ráðgjöf við innleiðingu, rekstur og úttektir á stjórnunarkerfum. Sigurður starfar sem umhverfisstjóri Icelandair Group hf. en samhliða hefur hann sinnt störfum sem úttektarstjóri fyrir erlendar vottunarstofur í úttektum á stjórnunarkerfum fyrirtækja og

Lesa meira…

Gátlisti Jafnlaunavottun

Á heimasíðu iCert má nálgast mikið af upplýsingum tengdum stjórnunarkerfum s.s. um jafnlaunavottun, gæðastjórnunarkerfi, vottunarferlið og þær kröfur sem gerðar eru til vottunaraðila. Þar má einnig finna gátlista fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja kanna stöðu sína í innleiðingarferli jafnlaunakerfis eða til að kanna til hvers ber að líta í undirbúningi og innleiðingu. Hafir þú

Lesa meira…

Lög nr. 56/2017

iCert sf. er vottunarstofa sem stofnuð var í kjölfar lögfestingar jafnlaunavottunar með lögum nr. 56/2017 jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla (jafnlaunavottun). iCert sf. hefur sótt um faggildingu í vottunum jafnlauna- og gæðastjórnunarkerfa til faggildingarsviðs Einkaleyfastofu og væntir þess að verða faggiltur vottunaraðili innan skamms. Hafðu samband í dag til að fá frekari

Lesa meira…

Samstarfsaðilar

iCert er að leita að samstarfsaðilum. Ert þú með reynslu af úttektum, eða hefur tekið próf Velferðarráðuneytisins fyrir úttektarmenn um jafnréttis- og vinnumarkaðsmál sem þýðingu hafa fyrir vottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012? Hafðu endilega samband við skrifstofu iCert. http://icert.is/samstarfsadilar/

Lesa meira…

iCert hefur sótt um faggildingu

iCert er í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu. Til þess að iCert hljóti faggildingu í vottun stjórnunarkerfa er nauðsynlegt að iCert fái til samstarfs við sig fyrirtæki og/eða stofnanir sem eru að innleiða í starfsemi sína jafnlauna- og/eða gæðastjórnunarkerfi eða hafa lokið því. Hafi þitt fyrirtæki eða stofnun áhuga á að taka þátt í spennandi verkefni

Lesa meira…