Vottun gæðastjórnunarkerfa
ÍST EN ISO 9001:2015
Gæðastjórnunarstaðallinn
ÍST EN ISO 9001:2015
ISO 9001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn og innleiða gæðastjórnunarkerfi í starfsemi sína í því skyni að sýna fram að þau kappkosti að uppfylla gæðakröfur og gæðamarkmið sem gilda um starfsemina.
ISO 9001:2015 er algengasti stjórnunarkerfisstaðallinn en yfir 1,1 milljón fyrirtækja í yfir 180 löndum eru með vottað gæðastjórnunarkerfi á grundvelli hans. Á Íslandi eru yfir 100 fyrirtæki með vottað gæðastjórnunarkerfi. Staðallinn skilgreinir kröfur til fyrirtækja og stofnana sem vilja tryggja að vörur og þjónusta sem þau bjóða upp á uppfylli stöðugt kröfur viðskiptavina sinna og að þau vinni að stöðugum umbótum á stjórnunarkerfum sínum og starfsemi.
Í því samkeppnismiðaða umhverfi sem ríkir í dag er traust á gæði og ánægja mikilvæg skilyrði sem fyrirtæki og neytendur setja þegar þeir velja sér vöru eða þjónustu. Með vottun á gæðastjórnunarkerfi skv. ISO 9001:2015 sýna fyrirtæki og stofnanir skuldbindingu um að þau samræma starfsemi og framleiðsluferla sína með hliðsjón af kröfum viðskiptavina sinna.
Uppfærsla
Gæðastjórnunarstaðallinn ISO 9001:2015 var uppfærður árið 2015 þar sem ríkari áhersla er lögð á áhættumiðaða nálgun á framkvæmdarferla til að aðstoða við að ákvarða þætti í framkvæmd sem nauðsynlegt er að bregðast við með fyrirbyggjandi aðgerðum og takast á við áhættu og tækifæri með skipulegum og skilvirkum hætti. Eftir október 2018 þurftu öll fyrirtæki og stofnanir sem höfðu vottað gæðastjórnunarkerfi skv. 2008 útgáfu staðalsins að færa sig í 2015 útgáfu og fá vottaða. Vottanir á 2008 gæðastjórnunarkerfum eru því ekki lengur í gildi
Vottun
iCert vottar jafnlaunakerfi á grundvelli krafna staðalsins ÍST EN ISO 9001:2015.
Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd gæðastjórnunarkerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfa sinna með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.
Beiðni um tilboð