Jafnlaunavottun
ÍST 85:2012
Jafnlaunastaðallinn
ÍST 85:2012
Markmið jafnlaunastaðalsins er að stuðla að og koma á launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Árið 2017 var lögfest sú skylda að öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skyldu koma á jafnlaunakerfum og öðlast vottun á þau á grundvelli krafna staðalsins. Markmið laganna er að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og þannig stuðla að launajafnrétti kvenna og karla í samræmi við lög.
Jafnlaunastaðallin er stjórnunarkerfisstaðall sem snýr að launajafnrétti kynja á vinnustöðum og er markmið hans að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum.
Á heimasíðunni www.IST85.is má nálgast gjaldfrjálsan aðgang að staðlinum.
Innleiðing
Í tengslum við innleiðingu jafnlaunakerfa er nauðsynlegt að æðstu stjórnendur atvinnurekanda skilgreini stefnu í jafnlaunamálum sem er samtvinnuð launastefnu. Við útfærslu og framkvæmd kerfisins er nauðsynlegt að ákveða þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum og skulu viðmið taka mið af kröfum sem störf gera til starfsmanna. Í framhaldinu þarf að flokka störf á grundvelli viðmiðanna, þannig að saman séu flokkuð sömu eða jafnverðmæt störf. Til þess að kanna stöðu kynjajafnréttis er nauðsynlegt að framkvæma launagreiningar, bæði í tengslum við innleiðingu og svo reglubundið eftir innleiðingu.
Á fræðsluvef iCert má finna mikið af fræðsluefni og upplýsingum um kröfur staðalsins ÍST 85:2012 sem auðvelda atvinnurekendum skilning á þeim kröfum sem settar eru fram í staðlinum.
Vottun
iCert vottar jafnlaunakerfi á grundvelli krafna staðalsins ÍST 85:2012. Staðallinn gerir engar formkröfur til launagreininga, starfaflokkunar eða jafnlaunaviðmiða, aðrar en þær að viðmiðin séu málefnaleg og trúverðug. iCert gerir þ.a.l. engar kröfur um tiltekna aðferðafræði eða hugbúnað sem nota á við innleiðingu svo lengi sem unnt sé að framkvæma úttekt á trúverðugleika jafnlaunakerfisins, þ.m.t. launagreininga, starfaflokkunar og jafnlaunaviðmiða.
Í úttektum iCert er útfærsla, innleiðing og framkvæmd jafnlaunakerfa tekin út m.t.t. þess hvort kröfur staðalsins séu uppfylltar. Auk úttektar fá viðskiptavinir endurgjöf á útfærslu og innleiðingu og framkvæmd jafnlaunakerfa sinna með það að markmiði að stuðla að stöðugum umbótum.
Beiðni um tilboð