Með lögfestingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 er fyrirtækjum og stofnunum gert að hlíta ákvæðum staðalsins. Í því fellst m.a. að framkvæma innri úttektir með reglubundnu millibili. Til þess að framkvæma innri úttektir er nauðsynlegt að tileinka sér aðferðafræði innri úttekta með hliðsjón af staðlinum ÍST EN ISO 19011:2018.
iCert vinnur að opnun fræðsluvefs um innri úttektir. Þar er farið yfir úttektarframkvæmd stjórnunarkerfa frá a – ö eða frá því stjórnunarkerfi er fyrst útfært og framkvæmd endurtekinna úttekta á virkni þess. Áhersla er ekki lögð á eitt stjórnunarkerfi framar öðru heldur er markmið að byggja skilning og þekkingu á framkvæmd innri úttekta óháð stjórnunarkerfi.